Ráðherrafár fjölmiðla

Að venju hefur mikið fjaðrafok verið í kringum ráðherraskiptin og framgangur fjölmiðla í þeim málum verið furðulegur.

Að venju hefur mikið fjaðrafok verið í kringum ráðherraskiptin og framgangur fjölmiðla í þeim málum verið furðulegur.
Botninn tók þó úr í gærkvöldi er fréttastofa Sjónvarps tók nýja ráðherra Framsóknarflokksins tali.

Efnistök Sigmars Guðmundssonar, fréttamanns, voru með þeim hætti, að allt eins hefði mátt halda að Guðni Ágústsson væri nýkjörin fegurðardrottning. Spurningar eins og „Hvernig er þér innanbrjósts?“ og „Áttirðu von á þessu?“ minntu óþyrmilega á stóru stundina í fegurðarsamkeppni.

Engan áhuga virtust fréttamenn hafa á því hvaða áherslubreytingar yrðu með nýjum ráðherrum. Er það mjög í takt við fréttamat íslenskra fjölmiðla, flestra.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.