Deiglan í andlitslyftingu

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar taka eflaust eftir, hefur Deiglan gengið í gegnum lítilsháttar útlits- og skipulagsbreytingar. Markmiðið með breytingunum er auðvelda hinu stóra og trygga lesendahópi Deiglunnar enn frekar aðgang að því efni sem hér að finna.

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar taka eflaust eftir, hefur Deiglan gengið í gegnum lítilsháttar útlits- og skipulagsbreytingar. Markmiðið með breytingunum er auðvelda hinu stóra og trygga lesendahópi Deiglunnar enn frekar aðgang að því efni sem hér að finna.

Töluverðar breytingar hafa orðið á innviðum Deiglunnar á síðustu vikum og eru skríbentar nú orðnir alls tuttugu. Upplýsingar um hvern og einn eru nú aðgengilegar í valmyndinni hér að ofan. Aukinn mannafli gerir ritstjórn kleift að auka útgáfutíðnina og frá og með deginum í dag munu Deiglupistlar koma að jafnaði út tvisvar á dag, þ.e. morgunútgáfa og síðdegisútgáfa. Þó munu Deiglupistlar einungis koma einu sinni út um helgar og á lögbundnum frídögum.

Þar við bætist að Deiglufréttir verða uppfærðar allan daginn, enda nóg um að vera í þjóðmálunum, og ættu fréttaþyrstir lesendur að kunna vel að meta þessa þjónustu Deiglunnar. Einnig skal á það bent að leit í gagnsafni Deiglunnar hefur verið stórlega endurbætur og sömu sögu er að segja af aðgengi í Pistlasafnið, sem nú er aðgengilegt hér í valmyndinni að ofan.

Breytingarnar skýra sig að mestu leyti sjálfar og er það von ritstjórnar að þær falli vel í kramið hjá lesendum. Allar ábendingar eru sem fyrr vel þegnar.

Ritstj.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)