Eins og glöggir lesendur Deiglunnar taka eflaust eftir, hefur Deiglan gengið í gegnum lítilsháttar útlits- og skipulagsbreytingar. Markmiðið með breytingunum er auðvelda hinu stóra og trygga lesendahópi Deiglunnar enn frekar aðgang að því efni sem hér að finna.
Töluverðar breytingar hafa orðið á innviðum Deiglunnar á síðustu vikum og eru skríbentar nú orðnir alls tuttugu. Upplýsingar um hvern og einn eru nú aðgengilegar í valmyndinni hér að ofan. Aukinn mannafli gerir ritstjórn kleift að auka útgáfutíðnina og frá og með deginum í dag munu Deiglupistlar koma að jafnaði út tvisvar á dag, þ.e. morgunútgáfa og síðdegisútgáfa. Þó munu Deiglupistlar einungis koma einu sinni út um helgar og á lögbundnum frídögum.
Þar við bætist að Deiglufréttir verða uppfærðar allan daginn, enda nóg um að vera í þjóðmálunum, og ættu fréttaþyrstir lesendur að kunna vel að meta þessa þjónustu Deiglunnar. Einnig skal á það bent að leit í gagnsafni Deiglunnar hefur verið stórlega endurbætur og sömu sögu er að segja af aðgengi í Pistlasafnið, sem nú er aðgengilegt hér í valmyndinni að ofan.
Breytingarnar skýra sig að mestu leyti sjálfar og er það von ritstjórnar að þær falli vel í kramið hjá lesendum. Allar ábendingar eru sem fyrr vel þegnar.
Ritstj.
- Uppgjör og ábyrgð - 15. apríl 2010
- Evrópusambandið í hlutverki handrukkara - 13. nóvember 2008
- Standa þarf vaktina - 26. september 2008