Þjóðríkið strikes back

Ef marka mætti umræðuna er nú talsvert um útlendinga sem vilja ólmir flytja til Íslands, í von um að sitja af sér faraldurinn í kyrrð og áhyggjuleysi. Þetta hefur verið stutt með stöku fréttum af einstaka manni sem hefur sannarlega gert það.

Mikilvægt er hins vegar að átta sig á að staðan hér á landi undanfarna mánuði hefur EKKI verið sú að útlendingar flykkist hér að. Í fyrsta skipti í 8 ár flytja nú fleiri útlendingar frá landi en flytja til þess. Það fækkaði þannig um 260 útlendinga á Íslandi á 2. ársfjórðungi þessa árs.

Á sama tíma fluttu 280 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Það er hæsta þannig talan í alla vega áratug.

Sama þróun er í gangi víða annars staðar. Þjóðríkin hafa þannig eflt stöðu sína. Utanríkisþjónustur landa einbeita sér vitanlega að því að forgangsraða í þágu eigi borgara og aðstoða þá við að koma sér “heim”. Í þessu ástandi velja margir auðvitað að vera í umhverfi sem þeir þekkja, og nálægt eigin tengslaneti. Fólk sem á aldraða ættingja flytur nær þeim til að eiga ekki á hættu á að komast ekki til þeirra ef þess gerist þörf. Ungt fólk frestar námsdvöl, annað hvort vegna þess að því er meinað að ferðast af því að það vill ekki sjálft taka áhættuna á að lokast í öðru landi.

Hér kemur raunar að mikilvægum punkti. Ef við viljum sérstaklega og skipulega hvetja fólk sérstaklega til þess að flytjast til Íslands til að stunda hér fjarvinnu þá þurfum við samt að eiga samtalið um það hvort við getum staðið við það þegar á reynir. Gleymum því ekki að það eru 5 vikur frá því að við settum af stað auglýsingaherferð um að Ísland væri opið og öruggt. Og svo var því lokað. Það er spurning hvort við viljum endurtaka þennan leik, með örlítið breyttum forsendum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.