Radíó Deiglan 20_18 – Kapítalisminn kvaddur

Í átjánda þætti ársins tala þeir saman Þórlindur Kjartansson og Pawel Bartoszek um árstíðirnar og Pawel útskýrir af hverju eina rétta svarið við spurningu um uppáhaldsárstíð sé haustið. Svo fer samtalið um víðan völl þar sem sem siðfræði og kapítalismi koma við sögu, einkum spurningar um það hvort hagnaðarvon eða græðgi sé líkleg til þess að vera góður hvati þegar leysa þarf stór og vandasöm samfélagsleg verkefni. Í þættinum kemur líka fram að þótt tilgangur Deiglunnar sé beinlínis að halda á lofti kostum markaðshagkerfisins þá hefði ekki verið nokkur leið að reka Deigluna sjálfa á fjárhagslegum forsendum. Þvert á móti hefur forsvarsfólk vefritsins bandað frá sér tilboðum um styrkveitingar, og öll vinna á vefritinu verið unnin í sjálfboðastarfi með ærnum tilkostnaði.

Hlusta með því að smella hér