Fleiri nýtt rými á göngugötunni en utan hennar

Síðastliðinn mánudag gekk ég heim og taldi atvinnurýmin á Laugavegi og Bankastræti milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Langflest rýmin voru í notkun, ýmist undir verslun, bari, veitingastaði, hótel eða minni þjónustu á borð við rakarastofur. Eitthvað var um húsnæði sem stóð laust og var auglýst til leigu.

Einhver endurnýjun er ekkert nema eðlileg. Ef við tökum til dæmis Holtagarða, Eiðistorg eða Fjörðinn þá er ekki þannig að þar standi aldrei húsnæði tómt. Eða jafnvel stærri verslunarmiðstöðvar á borð við Kringluna eða Smáralind. Ef reynsla erlendis frá segir eitthvað um framtíðina þá munu flestar verslunarmiðstöðvar þurfa að leita að fjölbreyttari rekstraraðilum ef þær eiga að tryggja líf í húsunum. Það kæmi ekki á óvart ef keilusalir, líkamsræktarstöðvar, trampólíngarðar, bókasöfn, kvöldskólar færu í auknum mæli að sjást í íslenskum verslunarmiðstöðvum.

En Laugavegurinn stendur vel með sína fjölbreyttu starfsemi. Nú í sumar hefur Laugavegurinn verið göngugata upp að Frakkastíg. Andstæðingar göngugatna halda því stöðugt fram að, skortur á bílaaðgengi, skortur á bílastæðum sé slæmur fyrir rekstur. Ef þetta væri sætt værum við að sjá þess merki að rekstur væri að flýja göngugötuna og færa sig yfir á þann hluta götunnar þar sem bílar mega keyra óhindrað.

En eru einhver merki þess? Nei. Á bílagötunni eru 80% allra rýma í notkun. Á göngugötunni er talan 90%.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.