Svikalogn

Afleiðingar af viðbrögðum stjórnvalda hér á landi og um heim allan við útbreiðslu kórónaveirunnar eru einungis að mjög litlu leyti komnar fram. Framundan er þungur og erfiður vetur á alla hefðbundna mælikvarða.

Afleiðingar af viðbrögðum stjórnvalda hér á landi og um heim allan við útbreiðslu kórónaveirunnar eru einungis að mjög litlu leyti komnar fram. Framundan er þungur og erfiður vetur á alla hefðbundna mælikvarða.

Síðustu vikur hafa margir tjáð sig um kosti þess að loka hér öllum hefðbundnum fyrirtækjarekstri, loka landinu fyrir útlendingum og þar með Íslendinga inni, loka skólum og hætta öllum sviðslistum, og flestu því sem mannlegt samfélag gengur út á, í þeim tilgangi að halda landinu veirulausu.

Eitthvað um hundrað manns er núna smitaðir, þar af einn á spítala, á göngudeild, aðrir eru með flensueinkenni. Og landið er lokað. Af því að fólk sem verður síðasta fólkið hér á landi til að missa vinnuna vill ekki að veiran sé hér og spyr hvort peningahyggjan eigi nú að bera heilsu þjóðarinnar ofurliði.

Það er ekki úr vegi, frekar en oft áður hér á Deiglunni, að vitna í Ronald Reagan í þessu samhengi. Sá ágæti maður var – í það minnsa í orði kveðnu – andvígur fóstureyðingum. En hann var samt skarpskyggn kallinn og varð einhvern tímann að orði að hann hefði veitt því eftirtekt að allir þeir sem væru fylgjandi fóstureyðingum ættu það sameiginlegt að hafa fæðst.

Það er nefnilega þannig að þeir sem hæst tala um að ekki megi taka efnahagsleg sjónarmið með í reikninginn þegar ráðstafanir eru gerðar til að hefta útbreiðslu kvefpestarinnar eru yfirleitt þeirra sem ónæmastir eru fyrir efnahagslegri niðursveiflu.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.