Samfélag er útflutningsvara

Síðustu öldina höfum við Íslendingar gert það gott þegar komið að útflutningi. Skiptir þar mestu útflutningur sjávarafurða en við höfum einnig haft tekjur af útflutingi á orku með sölu á rafmagni til erlendra stórfyrirtækja. Við erum útflutningsþjóð og því fylgir að leita stöðugt nýrra leiða til að auka útflutningsverðmæti.

Síðustu öldina höfum við Íslendingar gert það gott þegar komið að útflutningi. Skiptir þar mestu útflutningur sjávarafurða en við höfum einnig haft tekjur af útflutingi á orku með sölu á rafmagni til erlendra stórfyrirtækja. Við erum útflutningsþjóð og því fylgir að leita stöðugt nýrra leiða til að auka útflutningsverðmæti.

Við þekkjum þessa sögu. Aukið útflutningsverðmæti sjávarafurða, okkar hreina orka er að verða verðmætari, Ísland er eftirsóttur áfangastaður ferðamanna og fegurð landsins dregur einnig að iðnað á borð við kvikmyndagerð. En einn er þó sá þáttur sem verið hefur vanræktur um langt skeið, eiginlega frá landnámi. Það er samfélagið sjálft sem útflutningsvara.

Íslendingar eru í raun of fáir til að standa undir öllu því sem við viljum að sé til staðar hjá einni og sömu þjóðinni. Innviðir hér eru mjög dýrir hlutfallslega, svo dæmi sér tekið. Stjórnsýslan er það líka, réttarkerfið, löggæsla, svo fátt eitt sé nefnt sem þjóðríkið þarf að viðhafa.

Það er ofarlega á baugi núna að við eigum að taka betur á móti flóttamönnum og eflaust margt sem til sanns vegar má færa í þeim efnum. En af hverju tökum við ekki betur á móti fólki almennt, einkum þeim sem hafa hug á því að setja hér að og láta gott af sér leiða í samfélaginu með framtakssemi sinni?

Flestar þjóðir leggja talsvert uppúr því að laða til sín hæfileikafólk úr öllum heimshornum. Og samfélag, þar sem öryggi, velferð og jafnrétti er óvíða meira, getur svo sannarlega keppt við önnur samfélög þegar kemur að því að laða til sín hæfileikafólk. Af öllu því sem við höfum upp á bjóða, fiskur, orka og landslag, þá er samfélagið kannski það sem er eftirsóknarverðast, auk þess sem það felur í sér alla framangreinda þætti.

Fyrstu skrefin í þessa átt hafa nú verið stigin með því að opna vefgátt fyrir þá útlendinga sem vilja kynna sér Ísland sem atvinnumarkað. Þar segir:

Work in Iceland is your one-stop shop to provide comprehensive information about the job market in Iceland, to help foreign experts move to Iceland for work.

Þetta er gott skref en það þarf að gera miklu meira. Við eigum ekki bara í samkeppni við aðrar þjóðir þegar kemur að sölu á fiskafurðum, áli og öðru því sem framleitt er hér á landi. Við eigum í samkeppni við aðrar þjóðir um hæfileikaríkt fólk.

Það á að vera eftirsóknarvert að búa í svona samfélagi og það er það. Við erum bara ekki alveg búin að fatta það.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.