Teikningar og trúarbrögð

Þegar skopmyndirnar tólf af Múhameð birtust í Jyllands-Posten í Danmörku sýndu viðbrögðin við þeim glöggt hversu stutt Danir eru komnir í áttina að raunverulegu fjölmenningarsamfélagi. Í fjölmenningarsamfélagi hefðu viðbrögð við myndunum verið sambærileg við það ef gert hefði verið smekklaust grín að helför gyðinga eða meintu ástarsambandi Krists og Maríu Magdalenu.

Þjóðkirkja og samkynhneigð

Umræðan um kirkjulega blessun eða hjónavígslu samkynhneigðra mun halda áfram að blossa upp á meðan annað af tvennu er við lýði. Hér sé stjórnarskrárvarin þjóðkirkja eða kirkjunni sé ekki gert að gefa saman samkynhneigða líkt og gagnkynhneigða.

Er álið málið?

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um ál iðnaðinn á Íslandi. Hvort við eigum að byggja fleiri álver og eða stækka núverandi. Í dag eru tvö álver á landinu og það þriðja í byggingu.

Kjarnorkudeilan við Íran

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) ákvað í dag, með miklum meirihluta atkvæða, að vísa deilunni um kjarnorkuáætlun Írans til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Næsta skref er svo að fylgja því eftir með alvarlegum refsiaðgerðum gegn Íran ef það hættir ekki við kjarnorkuáætlun sína.

Hlutverk Stúdentaráðs

Kosið er til Stúdenta- og Háskólaráðs dagana 8. og 9. febrúar næstkomandi. Pistill þessi fjallar um hlutverk Stúdentaráðs og ólík sjónarmið fylkinganna sem bjóða sig fram.

Af lágvöxnum karlmönnum og Silvíu Nótt

Fólk kemur í mismunandi gerðum og stærðum: sumir eru stórir aðrir litlir aðrir feitir og líka mjóir. Án þess að Helgarnestið ætli sér að fara út í antrópóligískar eða bíológískar hugleiðingar af nokkurri alvöru, eða hafi í hyggju að semja lag og ljóð um fjölmenningarlegt samfélag fólks af öllum gerðum og stærðum og kynþáttum, þá er samt sem áður tilgangur með opnun þessa pistils á línu sem best gæti verið ættuð frá tímum hippa og blómskrauts í hári.

Nýi skipstjórinn

Síðastliðinn miðvikudag tók Ben Bernanke við af Alan Greenspan sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Það er ekki öfundsvert hlutverk að taka við af risa eins og Greenspan sem er af mörgum talinn besti seðlabankastjóra allra tíma. Helsta verkefni Bernanke næstu mánuði mun vera að ákveða hvort og þá hvernig hann á að beyta seðlabankanum til þess að vinda ofanaf því mikla ójafnvægi sem nú einkennir bankaríska hagkerfið.

Rassskattar?

Ætli skýringin á því að enn sé stundum lagt til að setja nefskatta hér og þar sé sú að ekki hafi verið valið nógu óaðlaðandi líffæri til að lýsa þessari asnalegu hugmynd um opinbera fjármögnun?

Umsátrið um Sarajevó

Þegar Bosnía-Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði frá Sambandslýðveldi Júgóslavíu þann 5. apríl 1992 réðust Serbar á landið með aðstoð serbneska minnihlutans í landinu. Þann 2. maí 1992 hófu hersveitir Serba algjört umsátur um Sarajevó, höfuðborg Bosníu. Voru allir vegir til borgarinnar blokkaðir og komið í veg fyrir sendingar með matvæli og lyf. Skrúfað var fyrir vatn, hita og rafmagn í borginni.

Um mikilvægi þess að farið sé að kosningareglum

Enn einu sinni hefur það gerst að gerðar hafa verið athugasemdir við framkvæmd kosninga í stjórnmálaflokki hérlendis. Nú beinast sjónir manna að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík. Herma fregnir að þar hafi pottur verið brotinn.

Reykingabann

Fljótlega má búast við stjórnarfrumvarpi lögðu fram af heilbrigðisráðherra, sem bannar reykingar á veitinga- og kaffihúsum. Bann við því að eigandi veitingahúss leyfi reykingar í húsakynnum sínum, er álíka vitlaust og bann við því að eigandi veitingahúss banni reykingar á veitingahúsi sínu.

Vænlegast til vinnings

Happdrætti Háskóla Íslands er vænlegast til vinnings, en skilyrði sem því eru sett í lögum eru því miður ekki sérlega vænleg.

Listina í löggustöðina – alvöru plús?

Er ekki hægt að bjóða Listaháskóla Íslands reit Lögreglustöðvarinnar við Hlemm til afnota og uppbyggingar? Yrði það ekki alvöru plús fyrir uppbyggingu mannlífs og menningar í þeim hluta miðborgarinnar sem virkilega þarf á því að halda?

Blússandi bankasigling

Þrjú bankauppgjör eru komin í hús í Kauphöllinni og öll voru þau góð. KB banki, Landsbankinn og Straumur-Burðarás hafa birt afkomutölur fyrir síðasta ár og síðasta ársfjórðung og aðeins Íslandsbanki á eftir að birta sitt sem kemur í næstu viku. Samanlagður hagnaður þessara þriggja fjármálafyrirtækja er um eitt hundrað milljarðar króna.

Babelfiskurinn

Líkt og ég fjallaði um í pistli seinasta sunnudag vefjast tungumál mannanna enn mjög fyrir tölvum. Ef sjálfvirk þýðingarforrit eru látin glíma við einföldustu texta verður niðurstaðan oft æði skopleg. En það er fyrst þegar kemur að alvörukveðskap sem þetta fer að vera verulega fyndið.

Fæst orð bera minnsta ábyrgð

Í logninu sem fylgdi DV-storminum á Íslandi mátti taka eftir því að vafasöm blaðamennska hefur víðar afdrifarík áhrif en á klakanum kalda. Vissulega er ekki um að ræða sambærilegann harmleik eða jafn yfirgengilegt tillitsleysi, enda er von mín og líklega allra að aldrei komi upp svipuð staða og í hinu afdrifaríka DV-máli. Hinsvegar verður því ekki neitað að sú frétt sem hér verður fjallað um skók heimalandið harkalega og eftirskjálftarnir fundust víða um heiminn.

Kína lætur til sín taka í Afríku

Á síðustu árum hefur Kína í auknum mæli farið að snúa sér til Afríku til að fullnægja þeirri gríðarlegu orkuþörf sem hinn hraði efnahagsuppgangur Kína kallar á. Samskipti Kína við þjóðir Afríku eru þó á mun breiðari grundvelli heldur en eingöngu á sviði orkumála. Vesturlönd ættu að veita þessari þróun meiri athygli.

Blóðbaðið í Bosníu

Balkanskagastríðið hófst árið 1991 þegar Sambandslýðveldi Júgóslavíu liðaðist í sundur við það að sambandslýðveldin Króatía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði. Átökin færðust suður á bóginn í apríl 1992 þegar sambandslýðveldið Bosnía-Herzegovina lýsti einnig yfir sjálfstæði. Serbía svaraði yfirlýsingunni með því að ráðast inn í landið.

Nú er m-ál að linni

Í kvöldfréttum á mánudagskvöld var greint frá því að Landsvirkjun væri komin í viðræður við Alcan um stækkun á álverinu í Straumsvík. Í fréttinni var jafnframt rætt við bæjarstjóra Akureyrarbæjar sem taldi að „röðin“ hefði verið komin að þeim og að næsta stóriðjuframkvæmd ætti að vera á Norðurlandi. Hver gaf Landsvirkjun eiginlega umboð til þess að fara í þessar viðræður og hvaðan á orkan að koma? Hvernig fékk bæjarstjóri Akureyrar þá flugu í höfuðið að það væri einhver „röð“ um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi? Þetta er arfavitlaus umræða og nú er m-ál að linni.

Íslensku tónlistarverðlaunin 2005

Í kvöld verða Íslensku tónlistarverðaunin afhent í tólfta sinn. Tilnefningarnar skiptast í átján flokka og getur almenningur valið flytjanda ársins í netkosningu. Verðlaunahátíðin hefur þróast mikið frá því að hún hóf göngu sína árið 1993 og nýtur nú virðingar og vinsælda hjá almenningi. Hér verður sögu hátíðarinnar og tilnefningunum í ár gerð skil.