Munu verslunarmiðstöðvarnar lifa af?

“Þetta eru seinustu eintökin, við erum að loka,” sagði afgreiðslumaður tölvudeildar í risastórri raftækjaverslun í einni af stærstu verslunarmiðstöðvum borgarinnar. Á hæðinni fyrir neðan hafði útibú frá stærstu bókaverslanarkeðju landsins þegar skellt í lás.

Mikið hefur verið fjárfest í verslunarhúsnæði víða um heim. Á Poznan-svæðinu eru til dæmis um stórar verslunarmiðstöðvar fyrir 600 þúsund íbúa. Á sama tíma er vefverslun að aukast, hefðbundin verslun að minnka og Covid-krísan hefur heldur aukið við þessa þróun heldur en hitt.

Verslunarmiðstöðvar eiga í vandræðum og þurfa að leita nýrra leiða til að nýta rýmið. Við sjáum þetta líka gerast á Íslandi þarsem World Class er nú flutt í Kringluna, í viðbyggingu sem er ekki svo gömul og var væntanlega byggð með veltumeiri starfssemi í huga.

Á vappi um miðevrópskar verslunarmiðstöðvar rakst ég einmitt á: sjónhverfingasafn, trampólíngarður, keilusal, kóngulóasýningu, líkamsræktarstöð, líkamsræktarstöð, billjarðstofu og dansskóla. Allt þetta var ný starfsemi sem kom í rými sem áður hýstu verslanir.

Þetta er þróun sem búast má við að berist í auknum mæli til Íslands. Verslunarmiðstöðvar munu þurfa að laða til sín fjölbreyttari starfsemi en áður, ef þær ætla að lifa af.

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.