Lyktin af grasinu

Fyrir mann með gróðurofnæmi er fátt sem minnir heiftarlegar á sumarkomuna en ilmurinn af nýslegnu grasi. Lyktin vekur þó ekki bara upp ofnæmisviðbrögð heldur líka ljúfa minningar. Hún minnir á það sem tilheyrði sumrinu á æskuárunum—fótboltavöllurinn. Hreyfing og útivera tilheyra sumrinu.

Nú standa vonir til þess að takmarkanir á fjölda þeirra sem hittast mega, til dæmis á íþróttaiviðburðum, fari smám saman að hverfa. Að minnsta kost styttist í að þær verði svo lítt íþyngjandi að það mun ekki hafa áhrif á daglegt líf fólks.

Þorstinn í mannamót fer vaxandi og vonandi munu íþróttafélög á landinu njóta góðs af því. Að mæta og styðja sitt lið er hluti af góðu samfélagi, og kannski verður einmitt meiir áherlsa á að rækta samfélagið eftir alla þessa einveru og einmanaleika.

Íþróttir í meistaraflokki á Íslandi hafa á undanförnum árum farið stöðugt meira út í að vera atvinnumennska. Það verður fróðlegt að sjá hvort sú þróun haldi áfram á næstu árum, þegar í ljós kemur að það sem skiptir mestu máli upp á upplifun áhorfenda er kannski ekki að koma og sjá sitt lið vinna með öllum tiltækum ráðum, heldur að hitta mann og annan—og styðja í blíðu og stríðu við bakið á ungu fólki sem leggur hart að sér við að spila íþróttina sem það elskar og klæðist búningi félagsins sem það elskar.

Latest posts by Þórlindur Kjartansson (see all)

Þórlindur Kjartansson skrifar

Þórlindur var fyrsti og lengi vel eini lesandi Deiglunnar. Hann hóf að skrifa á Deigluna í mars árið 2000.