Vantar betri hjólastíga út úr borginni

Á nokkrum árum hefur hlutfall hjólreiða í Reykjavík aukist úr 2% í 7%. Helsta ástæðan eru innviðir. Lengi vel var einn hjólastígsbútur í borginni, á efri hluta Laugarvegar. Nú má hins vegar hjóla á góðum sérmerktum hjólastígum frá Ægisíðu og upp í Elliðarárdal og frá Hlemmi upp Elliðarárvoga. Þessir innviðir munu bara batna á næstu árum.

En leiðir út úr höfuðborgarsvæðinu eru enn langt frá því að vera góðar. Ef maður vill hjóla til Keflavíkur þarf að hjóla á vegöxl hraðbrautar. Ef maður vill hjóla til Akranes þarf annað hvort að hjóla langan fjörð eða húkka far í gegnum göng. Ef maður vill hjóla til Selfoss þarf að hjóla að mjög hættulegum vegi og um mjög brattar brekkur.

Í nýjum tillögum að breikkun Vesturlandsvegar við Esjurætur er gert ráð fyrir góðum hjólastíg meðfram. Það á að vera framtíðin! Það þarf eitthvað svipað sér gert með leiðina til Keflavíkur. Það er ódýr og nauðsynleg innviðaframkvæmd sem allt of lítið er talað um.

Ísland getur hentað ver til hjólaferðamennsku. Kannski finnst fólk að veðrið hindri það en sama vara sagt um borgarhjólreiðar fyrir nokkrum árum. Það þarf bara að byggja upp innviði. Fólkið mun fylgja í kjölfarið.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.