Radíó Deiglan 20_15 – Bylting einhver sagði

Í fimmtánda þætti Radíó Deiglunnar í ár ræða Þórlindur og Þórhildur saman á afmælisdegi hins fyrrnefnda og hann fær kennslustund í femínisma í afmælisgjöf. Hver er munurinn á jafnrétti og femínisma? Hversu ólík eru kynin? Eru stjórnunarhættir karla og kvenna ólíkir? Eiga karlar að vera hjálpsamir inni á heimilinu, eða mega þeir ráða einhverju sjálfir? Þau ræða líka um kvenleika og femínisma, mussur og margt fleira. Og er kvenfrelsisbylting síðustu aldar merkilegasta bylting mannkynssögunnar?