Gátlisti fyrir Lúkasjenka

Það hafa áður verið mótmæli í Hvíta-Rússlandi. Skalinn er þó annar í þetta skiptið. Andstaðan hefur nú ekki einskorðast ekki dæmigerða “andófsmenn”, vestrænt þenkjandi sálir eða minnihlutahópa í hluta landsins. Þá bendir líka til þess raunverulegur stuðningur við mótherja hans sé meiri en oft áður. Enda er búið að senda hana í útlegð.

Forsetinn mætti á útifund sem var skipulagður fyrir hann sérstaklega og var hrópaður niður. Senan minnti óneitanlega á ákveðna ræðu sem þáverandi leiðtogi Rúmena hélt í desember 1989.

Lúkasjenka gerir sömu mistök ekki aftur, næst þegar til hans sást var hann að koma úr þyrlu, í skotheldu vesti, með riffil. Það er jafntáknrænt og það er skuggalegt. Einn fegursti partur lýðræðis er einmitt að það gefur fólki færi á að skipta um stjórnvöld án þess að nokkur meiðist. Ef þú tekur burt lýðræðið, þá aukast lýkur á að fólk meiðist, jafnt þeir sem stjórna sem og þeir sem vilja stjórna.

Þetta þarf ekki að vera svona. Hér er leið stjórnvalda Hvíta-Rússlands út úr vandamálinu.

1) Stíga til hliðar og færa völd í hendur næstráðanda skv. stjórnarskrá, sem er forsætisráðherra.

2) Sleppa pólitískum föngum og hleypa þeim stjórnmálaleiðtogum sem reknir hafa verið úr landi aftur í það.

3) Boða til viðræðna á breiðum grundvelli við leiðtoga helstu leiðtoga, stjórnar, stjórnarandstöðu og annarra mikilvægra samtaka.

4) Boða til þingkosninga þar sem leikreglur lýðræðis eru virtar, nýir flokkar leyfðir, kosið með hlutfallskosningu og alþjóðlegir eftirlitsmenn fá að fylgjast með.

5) Nýtt þing situr í skamman tíma til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnskipan landsins og undirbúa næstu forseta- og þingkosningar.

Verður þetta svona? Þess væri óskandi. Hins vegar eru líkur á því að stjórnvöld ætli sér í hart, með aðstoð bandamanna að austan. Það er reyndar ekki víst að kærleikarnir milli þeirra herramanna séu jafnmiklir og oft áður. Framkoma Pútíns gagnvart Úkraínu hefur endilega aukið vinsældir hans hjá Lúkasjenka sem óneitanlega lítur til þess hvernig risinn í austri kemur fram við a granna sína.

Hins vegar vega eiga þeir báðir það sameiginlegt að vilja heldur halda völdum heldur en hitt, og að vilja ekki gefa íbúum ríkja sinni allt of miklar hugmyndir um að annað sé í boði. En það er reyndar alltaf annað í boði. Og sagan og lífið fara mýkri höndum um þá sem velja aðra leið.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.