Bosnía – óljós teikn á lofti

Bosníustríðið var það langvinnsta og blóðugasta af mörgum átökum sem saman eru kennd við stríðið í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Helstu stríðsaðilar voru Bosníakar (sem eru mestmegnis múslimar) sem kölluðu eftir sjálfsstæði frá Júgóslavíu og Bosníu Serbar sem lýstu yfir sjálfsstæði frá Bosníu og vildu sameinast Serbíu, og loks komu Króatar við sögu. Stríðið stóð á milli áranna 1992 og 1995 og endaði með Dayton samkomulaginu.

Bosníustríðið var það langvinnsta og blóðugasta af mörgum átökum sem saman eru kennd við stríðið í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Helstu stríðsaðilar voru Bosníakar (sem eru mestmegnis múslimar) sem kölluðu eftir sjálfsstæði frá Júgóslavíu og Bosníu Serbar sem lýstu yfir sjálfsstæði frá Bosníu og vildu sameinast Serbíu, og loks komu Króatar við sögu. Stríðið stóð á milli áranna 1992 og 1995 og endaði með Dayton samkomulaginu.

Samkomulagið skipti landinu að stærstu leiti í tvo hluta: sambandsríkið Bosnía og Hertzegovína og  lýðveldi Bosníu Serba. Þar til viðbótar var sérstakt svæði afmarkað fyrir króatíska minnihlutann í landinu. Með samkomulaginu var staða víglínunnar á þeim tímapunkti sem viðræður hófust fest í sessi. Landsvæði þessara ríkja eru svipað stór að flatarmáli eða um 25.000 ferkílómetrar. Í hvorum hluta fyrir sig búa svo um tvær milljónir manna.

Mynd: Núverandi skipting Bosníu í Sambandsríkið Bosníu Herzegóvínu, lýðveldi Bosníu Serba (Republika Srpska) og Brcko hérað Króatíska þjóðarbrotsins. 

Til þess að tryggja frið og jafnræði var búið til ógurlega flókið stjórnkerfi þar sem hverju þjóðarbroti var tryggður andmælaréttur á allar ákvarðanir hinna tveggja. Forsætisráðherraembættið færist á milli fulltrúa Króata, Bosníaka og Bosníu-Serba á átta mánaða fresti. Landið er með mörg hundruð ráðherra og mismunandi stjórnkerfi innan hvers ríkis þannig að Bosníu-Herzegóvínu er skipt upp í 10 kantónur með sínum eigin héraðsþingum á meðan lýðveldi Bosníu Serba hefur bara landsstjórn og sveitastjórnir.

Uppsetning stjórnkerfisins gerir það að verkum að gríðarlega erfitt er að skapa skilyrði fyrir hagvöxt í landinu þar sem þjóðarbrotin hafa tækifæri í gegnum neitunarvald sitt til þess að stöðva verkefni sem gætu gagnast „hinum“ meira en þeim sjálfum. Þannig eru einungis 60 kílómetrar af hraðbrautum í öllu landinu en vegakerfið minnir mann að öðru leiti helst á Vestfirði þar sem bestu kaflarnir líkjast veginum við Ísafjarðardjúp en verstu kaflanir eru líkari Hrafnseyrarheiði eða jafnvel Vesturgötunni.

Landið er með fátækari löndum Evrópu en landsframleiðsla á mann er rétt um 5.000 bandaríkjadalir en er til samanburðar $12.000 í Króatíu og $20.000 í Slóveníu og $34.000 í Ítalíu. Viðskiptahalli er viðvarandi, fólksflótti stöðugur og uppbygging á sér nær eingöngu stað þegar erlendir aðilar leggja fram gjafafjármagn.

Miloslav Dodik forseti Bosníu Serba hefur líst Bosníu sem misheppnuðu ríki (e. failed state) og talað fyrir því að kljúfa Bosníu Serbíu úr Bosníu og sameina hana Serbíu. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa svarað þessum yfirlýsingum með harðorðum skilaboðum þar sem lögð er áherslu á að Daytona samkomulagið verði áfram virt að fullu.

Það er ljóst að loft á Balkanskaganum er lævi blandið og ekki gott að sjá hver eru næstu skref. Núverandi staða gefur þjóðarbrotunum takmörkuð tækifæri til sjálfsbjargar og hagvaxtar en klofningur gæti hrundið af stað nýju stríði í Evrópu.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.