Hefnd flöskustráksins

Ýmsar svokallaðar launþegahreyfingar hafa að undanförnu staðið í mikillri og pólitískri baráttu fyrir því að vatnsveitur verði ríkisreknar. Þetta hefur verið gert undir þeim formerkjum að skilgreina þurfi aðgang að vatni sem „mannréttindi“. En áður nýjum mannréttindum er bætt við, væri þá ekki ágætt ef löggjafinn kysi loksins að vernda mannréttindi þeirra launþega sem vilja standa utan stéttarfélaga?

Ýmsar svokallaðar launþegahreyfingar hafa að undanförnu staðið í mikillri og pólitískri baráttu fyrir því að vatnsveitur verði ríkisreknar. Þetta hefur verið gert undir þeim formerkjum að skilgreina þurfi aðgang að vatni sem „mannréttindi“. En áður nýjum mannréttindum er bætt við, væri þá ekki ágætt ef löggjafinn kysi loksins að vernda mannréttindi þeirra launþega sem vilja standa utan stéttarfélaga?

Í vikunni kom dæmdi Mannréttindastóll Evrópu í máli fyrrverandi lagarstarfsmanns sem var rekinn fyrir að vilja ekki vera í stéttarfélagi. Málið er sigur þá sem vilja að félagafrelsi sé virt, en jafnframt ósigur fyrir þá sem græða á núverandi fyrirkomulagi, þ.e.a.s. formenn og stjórnendur félaga með nauðungaraðild.

Það er auðvitað alveg frábært fyrir fólk sem stýrir félagi ef að stór hluti þjóðarinnar þarf að greiða til þess pening. Það mundi eflaust hjálpa Deiglunni mikið ef allir Íslendingar væru skyldaðir til að greiða pening til eins vefrits, helst ef allir Íslendingar væru skyldaðir að greiða pening til Deiglunnar. En auðvitað er það þingmanna að sjá til þess að verja þjóðina gagnvart slíkri hugsanlegri græðgi ritstjórnar Deiglunnar. Hugsanlega er þetta jafnvel mál fyrir dómara við Hæstarétt ef svo óheppilega skyldi til að einhverjir nautheimskir þingmenn myndu fallast á kröfur vefritsins um nauðungaraðild að sjálfu sér.

Eftir því sem ég best veit geta opinberir starfsmenn kosið að standa utan stéttarfélags eins og staðan er núna en þeir greiða víst engu að síður félagsgjöld til þess! Tillaga að lagabreytingum um þessi efni hefur verið lögð fram á Pétri H. Blöndal nokkrum sinnum en aldrei náð fram að ganga. Og líkt og við mátti búast hafa mannréttindavinirnir Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson verið duglegastir við að andmæla þessum hugmyndum Péturs.

Fyrir meira en aldarfjórðungi síðan hófst skipulögð barátta gegn kommúnismanum í Póllandi með stofnum óháðra verkalýðsfélaga. Á þeim tíma varð ein krafan einmitt sú að fólk gæti ákveðið hvaða stéttarfélagi það vildi vera í og hvort yfirhöfuð. Svo fór reyndar að kommúnistarnir féllust á þessar kröfur. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld geri það líka.

Annars þarf einhvern nöldursegg sem mundi fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Slíkt mundi eflaust taka nokkur ár en eins og dómurinn í máli danska flöskustráksins hljómar ætti sigur í því máli að vera tiltölulega öruggur.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.