Ertu í netinu á netinu?

Í vikunni fréttist af því að í meðal windows tölvu væru 29 útgáfur af spyware. Spyware fylgist með og sendir frá frá sér upplýsingar um notendur tölvunnar.

Spyware er samheiti yfir safn hugbúnaðar sem skiptist upp í nokkuð marga undirflokka en eiga það sameiginlegt að safna upplýsingum um notendur með eða án þeirra vitnesku um hluti eins og innslátt á lyklaborð, ferðir á netinu, þau forrit sem eru keyrð og kauphegðun. Hugbúnaðinum er oft dreift með ókeypis forritum eða án vitneskju neytenda t.d. með vírusum eða öryggisholum.

Í fréttum í vikunni kom fram að í meðal windows tölvu væri að finna 29 forrit sem mætti teljast til spyware. Svo verulegt magn er af slíkum hugbúnaði í umferð að margir tala um þetta sem næsta stóra vandamál á eftir vírusum en vöxturinn hefur verið upp á nokkur þúsund prósent.

Ólíkt vírusum sem oft eru gerðir af hópum hakkara eða fólki sem eitthvað er að fikta, er spyware oftast gert af fagmönnum af viðskiptalegum ástæðum, þar sem aðilar hagnast á því að safna upplýsingum um fólk. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar t.d. til birtinga á auglýsingum sérsniðnum eftir nethegðun viðkomandi, og reyndar á hvern þann hátt sem má nota til að bera hagnað af misbeitingu þessara öfluðu upplýsinga.

Oft er þessi hugbúnaður tengdur því að fólk sækir sér ókeypis á netinu, sem dæmi er kazaa og Grokster en notendur samþykkja skilmála sem heimilar uppsetningu á slíkum hugbúnaði á tölvu viðkomandi. Alvarlegasta dæmið um slíkan hugbúnað er þegar framleiðendur á hugbúnaði til að fjarlægja spyware, setja sjálfir inn slíkan hugbúnað. Sýnir þetta í raun best hversu varkárt fólk þarf að vera áður en það setur upp hugbúnað.

Fjölmargir flokkar eru af njósnahugbúnaði, en sá sem mest er af er auglýsingahugbúnaður (Adware), en hann sprettur upp með auglýsingar fyrir viðkomandi sem eru tengdar upplýsingum sem fengnar eru frá honum sjálfum. Dæmi um auglýsingar eru vandamál miðstöðvar gegn spilafíkn, en netauglýsingar frá slíkum hugbúnaði gerði notendum síðunnar erfitt fyrir, þar sem freistingin spratt um leið og reynt var að leita sér hjálpar. Annað er dæmi spyware eru vafraþjófur (Browser Hijacker) og viðbætur (plug-ins) en slíkur hugbúnaður bætir sér við og kemur t.d. fram í tækjastikum í vöfrum, sem er oft erfitt að fjarlægja.

Mjög mismunandi er hversu skaðlegur hugbúnaðurinn er, allt frá því að vera tiltölulega meinlaus og upp í það að reyna að safna persónulegum upplýsingum eins og lykilorðum og greiðslukortaupplýsingum sem þá er hægt að misnota. Þessi hugbúnaður er alltaf óæskilegur og ber að forðast hugbúnað sem krefst uppsetningar á slíkum búnaði. Þannig hefur bætst við enn eitt í varnaraðgerðir tölvueigandans, en um leið og menn koma sér upp eldvegg og vírusvörn er nauðsynlegt að sækja spyware-bana.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.