Hagræðing í þágu hverra?

Undanfarin misseri hafa mikilvæg skref verið stigin í átt að rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Sérstök nefnd á vegum forsætisráðherra hefur unnið afar gott starf og tillögur hennar eru í senn gagnlegar og tímabærar.

Undanfarin misseri hafa mikilvæg skref verið stigin í átt að rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Sérstök nefnd á vegum forsætisráðherra hefur unnið afar gott starf og tillögur hennar eru í senn gagnlegar og tímabærar. Það er vissulega klassískt deiluefni hversu umfangsmikil stjórnsýsla ríkisins á að vera en á meðan hún er jafn umfangsmikil og raun ber vitni, þá hlýtur það að vera í allra þágu að sem mest hagræðing náist í stjórnsýslunni.

En hvernig ætli sú hagræðing sem rafræn stjórnsýsla skilar komi fram? Eðlilegast væri að hún kæmi fram í minni kostnaði og væri til hægindarauka fyrir þá sem þurfa að eiga við stjórnvöld, þ.e.a.s. borgaranna – þá sem endanum greiða fyrir þetta allt saman. Að einhverju leyti er það eflaust raunin, en sú hagræðing sem rafræn stjórnsýsla hefur í för með sér, virðist því miður leiða til þveröfugrar niðurstöðu að ýmsu leyti. Með rafrænni stjórnsýslu hefur álag á starfsmenn stjórnsýslunnar, t.d. hjá skattinum, minnkað til mikilla muna. Maður skyldi ætla að það leiddi til fækkunar starfsmanna en sú er því miður ekki raunin. Þvert á móti hafa starfsmenn sem áður þurftu sinntu verkum sem nú eru óþörf vegna hagræðingarinnar, fundið sér ný verkefni.

Þeir hafa nú meiri tíma en áður til að sinna ýmsum gæluverkefnum. Í því felst að þeir hafa nú tækifæri til að sinna rannsóknum sínum af meiri krafti en áður hefur tíðkast. Einhverja glæpamenn finna þeir kannski við og við, en aðallega er um að ræða flóknar fyrirspurnir til löghlýðinna borgara og fyrirtækja sem eru þessum síðarnefndu aðilum mjög kostnaðarsamar. Þeir sem áttu fyrst og fremst að njóta þess hagræðis sem leiddi af rafrænni stjórnsýslu, þurfa nú í mörgum tilvikum að bera meiri kostnað en áður vegna skatteftirlits.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.