LeBron James: Hinn útvaldi

Einstöku sinnum í íþróttaheiminum kemur fram á sjónarsviðið ungur íþróttamaður sem er svo efnilegur og drekkhlaðinn hæfileikum að vert er að gefa honum betri gaum. LeBron James er einn af þessum íþróttamönnum.

Einstöku sinnum í íþróttaheiminum kemur fram á sjónarsviðið ungur íþróttamaður sem er svo efnilegur og drekkhlaðinn hæfileikum að vert er að gefa honum betri gaum. Cassius Clay, Michael Jordan, Tiger Woods voru allir svo greinilega hæfileikaríkir að hver sem fylgdist með þeim, innvígðir sem leikmenn, var ekki í neinum vafa; þarna er stjarna á ferð. LeBron James, átjan ára leikmaður St. Vincent-St. Mary High School í Akron, Ohio hefur alla burði til að vera talinn í hópi framúrskarandi íþróttámanna sinnar kynslóðar.

LeBron James er um margt sérstakur leikmaður. Sextán ára: var hann dubbaður „næsti Jordan.“ Sautján ára: komst hann á forsíðu Sports Illustrated. Átján ára: setur nafn sitt fram í háskólaval NBA og verður að öllum líkindum fyrsti í valinu. Nike og Adidas keppast um að gera $20mil skósamning við hann.

Hvers vegna, gæti einhver spurt, fær hálfstálpaður stráklingur svona mikla athygli? Rýnum aðeins í tölurnar hjá kappanum…

Á síðasta tímbili voru tölur hans svohljóðandi:

30,4 stig/leik

9,7 fráköst/leik

4,9 stoðsendingar/leik

2,9 stolnir boltar/leik

James er alhliða leikmaður sem skarar fram úr á öllum sviðum körfuboltans. James verður í ört stækkandi hópi leikmann sem taka stökkið yfir í NBA beint út úr „High School.“ NBA hefur sætt mikilli gagnrýni vegna ungra leikmanna og hafa háværir hópar krafist að sett verði á aldurstakmark á deildina. Þeir benda á ólestur í menntamálum blökkumanna og að ungir menn sem stíla á körfuboltann og slaufa lærdómnum séu slæmar fyrirmyndir.

Hins vegar er ekki talað um að barnastjörnur í öðrum íþróttum (fimleikum, tennis) eða á öðrum sviðum (tónlist) sem gefast upp á bókunum til þess að freista gæfunnar hafi slæm áhrif. Hvers þurfa körfuboltamenn að gjalda? Alls staðar, líka í skólakerfinu, er ekki spurt um aldur, aðeins um færni einstaklingsins og þroska. LeBron er 198cm á hæð, 105kg á þyngd, er kurteis í viðtölum, þakkar mömmu sinni fyrir og sendir kveðju til hermanna í Írak. Hann er tilbúinn.

Latest posts by Ari Tómasson (see all)