Hvers á ég að gjalda?

Undanfarið hefur mér oft verið hugsað kvikmyndarinnar Tootsie. Í þeirri mynd gekk karlleikara erfiðlega að fá vinnu en á sama tíma var nóg af störfum fyrir kvenleikara. Ástæðan fyrir því að mér hefur dottið þessi kvikmynd í hug er er sú stefna að auka eigi hlut kvenna í stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera, er þar að jafnaði bent á breytingar í borginni.

Undanfarið hefur mér oft verið hugsað til myndarinnar “Tootsie”, en Dustin Hoffman leikur í henni leikara sem gengur erfiðlega að fá vinnu sem karlleikari og á sama tíma er skortur á kvenleikurum. Grípur hann því til þess ráðs að dulbúa sig sem konu og viti menn – hlutverkin streyma inn.

Ástæðan fyrir því að mér hefur dottið þessi kvikmynd í hug er stefnan um það eigi að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera, er þar að jafnaði bent á breytingar í borginni.

Ef grípa á til skjótra aðgerða til þess að jafna hlut kvenna og karla, get ég séð að það séu þrjár aðferðir. Reka úr starfi eitthvað af þeim körlum nú stjórna, fjölga stjórnendum eða ráða bara konur í þau störf sem losna. Augljóst er að stjórnendur verða ekki reknir í stórum stíl og hvorki er hægt né æskilegt að fjölga stjórnendum mjög mikið, þannig að líklegasta leiðin er að ráða bara konur í þær stöður sem losna.

Nú stefni ég á útskrift næsta vor og atvinnuleit í framhaldi. Ég hef reynt að standa mig þokkalega í námi til að eiga möguleika á góðu starfi að því loknu. Hins vegar virðast nú vera blikur á lofti, því ef Samfylkingin kemst til valda virðist árangur í skóla eða menntun ekki skipta neinu máli heldur einungis kynferði. Stúlkur fá að vita að þær njóti þess vafasama heiðurs að verða stjórnendur í skjóli kynferðis en ekki hæfileika.

Spurningin er hvort ég eigi að gjalda fyrir það að í fortíðinni voru ráðnir fleiri karlar í stjórnunarstöður hjá ríkinu en konur? Ætlar Samfylkingin að stuðla að því ójafnrétti að koma í veg fyrir að ungir karlmenn verði ráðnir til þess að rétta hlut kvenna?

Annar áhugaverður vinkill á þessu máli er að ef bara verða ráðnar konur í þau störf sem losna, mun myndast kynslóð kvenstjórnenda hjá hinu opinbera, líkt og nú er kynslóð karla. Megum við eiga von á slíkum aðgerðum aftur síðar þegar kominn verður tími til að rétta hlut karla í stjórnendastöðum?

Upphaflega átti jafnréttisbaráttan að snúast um að kynferði skipti ekki máli en nú virðist það vera í lagi að kynferði sé látið ráða ferðinni. Til að bæta upp fyrir syndir feðraveldisins á nú að ráða konur, bara af því þær eru konur.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.