Nú reynir á þingmenn

Í upphafi þings var að venju lagt fram frumvarp til fjárlaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir þónokkrum tekjuafgangi á árinu 2002 en þó er ljóst að vegna stöðunnar í efnahagsmálum heimsins þá getur brugðið til beggja vona í þeim efnum. Það mun því reyna verulega á sjálfsaga þingmanna í umræðum um fjárlögin sem fram fara á næstunni.

Í upphafi þings var að venju lagt fram frumvarp til fjárlaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir þónokkrum tekjuafgangi á árinu 2002 en þó er ljóst að vegna stöðunnar í efnahagsmálum heimsins þá getur brugðið til beggja vona í þeim efnum. Það mun því reyna verulega á sjálfsaga þingmanna í umræðum um fjárlögin sem fram fara á næstunni.

Sá þingmaður sem mest mun mæða á er vafalaust formaður fjárlaganefndar, Ólafur Örn Haraldsson. Ólafur er nýtekinn við starfinu og höfðu menn misjafnar meiningar um það hvort hann væri rétti maðurinn í starfið þegar tilkynnt var um þennan ráðahag. Margt bendir þó til þess að Ólafur ætli að koma gagnrýnendum sínum á óvart og standa meiri og betri vörð um skattfé almennings heldur en menn þorðu að vona.

Það er Alþingi sem setur fjárlög og er því ábyrgt fyrir þeim ákvörðunum sem þar eru teknar. Oft hefur það viljað brenna við að útgjaldaáætlanir ríkisins hafi bólgnað nokkuð í meðförum þingsins. Í ræðu sinni við framlagningu fjárlaga gaf Ólafur Örn fyrirheit um að fyllsta aðhalds yrði gætt í meðförum þingsins og ekki er hægt að skilja það öðruvísi en svo en að hann muni beita sér fyrir því að útgjaldaáætlun ríksins lækki í fremur en hitt. Það væri svo sannarlega góð byrjun á ferli Ólafs sem formaður mikilvægustu fastanefndar Alþingis.

Ljóst er að hart verður sótt að fjárlaganefnd um að veita fé í hin ýmsu mál. Færri verða þó sennilega til þess að heimta niðurskurð. Það er mikilvægt að alþingismenn, og sérstaklega þeir sem sitja í fjárlaganefnd, geri sér grein fyrir því að þótt svo kunni að virðast að engin pólitísk eftirspurn sé eftir útgjaldalækkunum – einungis hækkunum – þá er raunveruleikinn annar. Stór hluti þjóðarinnar gæti gert orð Ólafs Arnar í ræðu sinni þann 3. október að sínum:

„Ríkissjóður þarf einnig að taka til í eigin ranni. Í því sambandi er brýnast að fyllsta aðhalds verði gætt í útgjöldum og að það svigrúm sem þannig myndast verði nýtt til að auðvelda heimilum og fyrirtækjum að glíma við niðursveifluna í efnahagslífinu.“

Það verður ekki gert nema alþingismenn hafi dug í sér til þess að standast freistingarnar og haldi áfram að verja hagsmuni skattgreiðenda með því að lækka útgjöld.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)