Matt Drudge: áhrifavaldur á eigin spýtur

Á þessum degi, 17. janúar, fyrir fjórum árum hélt Davíð Oddsson upp á fimmtugsafmæli sitt í Perlunni og bauð íslensku þjóðinni. Sama dag birtist frétt á vef sem haldið er úti af einum einstaklingi í Bandaríkjunum, Matt Drudge. Sú frétt vakti umsvifalaust heimsathygli og átti eftir að hafa víðtækar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál.

Á þessum degi, 17. janúar, fyrir fjórum árum hélt Davíð Oddsson upp á fimmtugsafmæli sitt í Perlunni og bauð íslensku þjóðinni. Sama dag birtist frétt á vef sem haldið er úti af einum einstaklingi í Bandaríkjunum, Matt Drudge. Sú frétt vakti umsvifalaust heimsathygli og átti eftir að hafa víðtækar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál. Inngangur fréttar Drudge fer hér á eftir:

The DRUDGE REPORT has learned that reporter Michael Isikoff developed the story of his career, only to have it spiked by top NEWSWEEK suits hours before publication. A young woman, 23, sexually involved with the love of her life, the President of the United States, since she was a 21-year-old intern at the White House. She was a frequent visitor to a small study just off the Oval Office where she claims to have indulged the president’s sexual preference. Reports of the relationship spread in White House quarters and she was moved to a job at the Pentagon, where she worked until last month.

The young intern wrote long love letters to President Clinton, which she delivered through a delivery service. She was a frequent visitor at the White House after midnight, where she checked in the WAVE logs as visiting a secretary named Betty Curry, 57.

The DRUDGE REPORT has learned that tapes of intimate phone conversations exist.

The relationship between the president and the young woman become strained when the president believed that the young woman was bragging about the affair to others.

Óþarft er að rifja upp afleiðingar þessarar fréttar. Bill Clinton var ávíttur af fulltrúadeild Bandaríkjaþings, aðeins annar forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða þess vafasama heiðurs aðnjótandi. Bill Clinton var fyrsti demókratinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar til að sitja tvö kjörtímabil í röð á forsetastóli. Margir töldu að hann myndi verða demókrötum sú goðsögn sem Ronald Reagan er repúblikönum. Svo hefur þó ekki orðið, og kemur þar fleira til en bara Monicu-málið.

Oft er talað um að lítil þúfa velti þungu hlassi. Það á svo sannarlega við um Matt Drudge. Áður en Monicu-málið kom upp hafði Drudge reyndar starfað lengi sem blaðamaður og áunnið sér virðingu fyrir störf sín. Þótt Monicu-málið hafi vissulega ekki varðað þjóðaröryggi eða alvarlega þætti í embættisfærslu forsetans, þá sýndi uppljóstrun Drudge hversu berskjaldaðir þjóðarleiðtogar í lýðræðisríkjum eru gagnvart fjölmiðlum, í þessu tilfelli gagnvart einum manni og vefsíðu hans.

Heimasíða Drudge er í dag ein fjölsóttasta síða í heiminum. Síðustu 24 klukkustundir má gera ráð fyrir að tæplega fjórar milljónir manna hafi heimsótt síðuna. Síðastliðinn mánuð eru heimsóknir rúmlega 92 milljónir. Og á undanförnu ári hafa 754 milljónir manna heimsótt síðu Matts Drudge. Og sé síðan skoðuð sést vel að hún er með einfaldari síðum, engin dýr forritun eða húllumhæ. Drudge vísar í efni sem honum finnst athyglisvert á Netinu og það er því hans fréttamat sem lesendur síðunnar eru að sækjast eftir. Öðru hverju kemur hann með eigið efni, „skúbbar“ og það bregst aldrei að stóru fjölmiðlarnir eru fljótlega á eftir komnir með sömu frétt.

Það er stórkostlegt að hugsa til þess hvernig Netið og eðli þess gerir einstaklingum fært að halda úti fjölmiðli sem getur haft jafn víðtæk áhrif og heimasíða Matts Drudge. Netið, með öllum sínum kostum og göllum, er þannig líklega það sem við höfum komist næst borgaralegu aðhaldi að stjórnvöldum hverju sinni.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.