Lækningatæki óskast

Allt frá frumdögum læknavísindanna hefur ákveðin dulúð fylgt þeirri starfsgrein að græða mein og hjúkra sjúkum. Þeir sem hafa fengist við þessa iðju í gegnum aldirnar hafa ávallt skipað ákveðinn sess í þjóðlífinu og fyrir þeim er borin mikil virðing. Þessir starfskraftar, oftast nefndir læknar, hafa öðlast þessa virðingu með því að búa yfir þekkingu til að hjúkra því sem okkur er allra dýrmætast, sjálfu lífinu. Mennirnir virðast ósjálfrátt bera virðingu fyrir flestum vísindagreinum sem þeir hafa ekki sjálfir skilning á. Læknisfræðin skipar þar eitt af hásætunum því að hún vinnur gegn því eina sem ógnar okkur – dauðanum.

Allt frá frumdögum læknavísindanna hefur ákveðin dulúð fylgt þeirri starfsgrein að græða mein og hjúkra sjúkum. Þeir sem hafa fengist við þessa iðju í gegnum aldirnar hafa ávallt skipað ákveðinn sess í þjóðlífinu og fyrir þeim er borin mikil virðing. Þessir starfskraftar, oftast nefndir læknar, hafa öðlast þessa virðingu með því að búa yfir þekkingu til að hjúkra því sem okkur er allra dýrmætast, sjálfu lífinu. Mennirnir virðast ósjálfrátt bera virðingu fyrir flestum vísindagreinum sem þeir hafa ekki sjálfir skilning á. Læknisfræðin skipar þar eitt af hásætunum því að hún vinnur gegn því eina sem ógnar okkur – dauðanum.

Læknavísindin eru göfug, það ber ekki að vanvirða þau, en þau eru líka ónákvæm. Í níu af hverjum tíu tilfellum sér líkaminn sjálfur um að lækna sig. Flestir kannast líka við það að vera sendir heim af heimilislækninum sínum með þau skilaboð að koma aftur ef vandamálið er viðvarandi. En það eru þessi 10% tilfella, þar sem líkaminn ræður ekki við vandamálið, sem við óttumst og viljum útiloka með ráðum frá sérfróðum mönnum. En hversu lengi þurfum við að bíða til þess að geta sjálf farið að beita útilokunaraðferðinni? Hvenær getum við keypt okkur eitthvert lækningatæki inn á heimilið sem getur gefið okkur niðurstöður um hvort læknisaðstoðar sé þörf? Þjóðhagslegur sparnaður við að fækka tilefnislausum læknisheimsóknum hlýtur að vera gífurlegur, sé litið til kostnaðar og fórnarkostnaðar bæði læknis og sjúklings. Er tæknin ekki til staðar eða er markaðurinn ekki tilbúinn?

Það vekur furðu að á þessari miklu tækniöld og við núverandi menntunarstig hversu vanmáttug við erum ef eitthvað bjátar á. Ef við getum ekki með takmarkaðri líffræðiþekkingu og brjóstviti útilokað alvarleg veikindi neyðumst við til þess að setja allt okkar traust á bifvélavirkja mannslíkamans, og það í nokkurri blindni oft á tíðum. Eina „lækningatækið” sem hefur náð inn á heimilin virðist vera gömul uppfinning frá miðöldum, svonefndur hitamælir. Heimilislæknar nota að vísu ekki mikið annað en hitamæli og hlustunarpípu til að greina flesta sína sjúklinga en miðað við tæknistig heimsins má ætla að lækningatæki fyrir heimili skjóti brátt upp kollinum.

Það má hugsa sér að í einu litlu tæki eða handtölvu verði hægt að sameina grunnþekkingu læknavísindanna ásamt greiningartækni til að efnagreina blóð. Með slíku tæki gætum við sjálf framkvæmt grunngreiningar á ástandi okkar og fengið samstundis ráð og svör við því hvort læknisaðstoðar sé þörf. Hægt er að ímynda sér að með svara skilyrtum spurningalista á handtölvu sé á fljótan hátt hægt að einangra þá þætti sem skipta máli við sjúkdómsgreininguna. Með því að mæla jafnframt blóðinnihald, púls og þrýsting mætti hugsa sér að að handtölvan vinni úr upplýsingunum og birti niðurstöðurnar á skjánum á því máli sem fólk skilur:

Líkamsástand: Nokkuð góður svefn, blóðsykur í jafnvægi, ónæmiskerfi við 94% afköst, töluverð Testasterónframleiðsla, vægar harðsperrur og 2kg í yfirvigt.
Niðurstaða: Þú ert í góðu lagi, taktu lýsi, hættu þessu væli og drífðu þig í vinnuna!

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)