Vökusigur í Háskólanum

Þau sögulegu tíðindi urðu sl. fimmtudag að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigurorð af Röskvu, samtökum félagshyggjufólks, í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þessi tíðindi þurfa ekki að koma mjög á óvart enda hefur Vaka sótt verulega í sig veðrið á síðustu árum og munurinn, sem var umtalsverður fyrir fáum árum, hefur minnkað jafnt og þétt þannig að á síðasta ári munaði einungis 57 atkvæðum á fylkingunum.

Þau sögulegu tíðindi urðu sl. fimmtudag að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigurorð af Röskvu, samtökum félagshyggjufólks, í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þessi tíðindi þurfa ekki að koma mjög á óvart enda hefur Vaka sótt verulega í sig veðrið á síðustu árum og munurinn, sem var umtalsverður fyrir fáum árum, hefur minnkað jafnt og þétt þannig að á síðasta ári munaði einungis 57 atkvæðum á fylkingunum.

Háskólastúdentar munu án nokkurs vafa njóta góðs af því að þessi uppstokkun hefur átt sér stað. Meirihluti Röskvu hefur verið við stjórnartaumana í mjög langan tíma og við slíkar aðstæður hljóta stjórnarskipti að hleypa nokkuð nýju lífi í starfsemi félags eins og Stúdentaráðs. Sigur Vöku er því ekki síst sigur stúdenta sjálfra.

Eðli máls samkvæmt eru helstu stefnumál beggja fylkinga nokkuð lík, enda berjast bæði Vaka og Röskva fyrir hagsmunum stúdenta. Hins vegar eru áherslurnar nokkuð ólíkar og búast má við að baráttuaðferðir og yfirbragð hagsmunabaráttunnar breytist nokkuð. Vaka hefur t.d. lagt miklum mun meiri áherslu á að Háskólinn og stúdentar taki frumkvæðið í sínum málum en leiti ekki alltaf til ríkisins eða annarra um úrlausnir. Þá hefur Vaka ekki talið að hagsmunir Háskólans felist í því að fjárframlög til einkaskóla verði skert heldur að hann verði byggður upp innan frá sem öflugur rannsóknarháskóli með virk tengsl við fyrirtæki á einkamarkaði, bæði innanlands og erlendis.

Deiglan fagnar sigri Vöku – og óskar öllu Vökufólki innilega til hamingju með þennan merkilega sigur – en minnir um leið á að vandi fylgir vegsemd hverri.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)