Framsókn – það sem er þér fyrir bestu?

Framsóknarflokkurinn hefur mikinn áhuga á því hvernig fólk á að haga sér og þar á meðal á því hverju fólk trúir, hversu hreint kjöt það borðar og hvar það kaupir áfengi. Einhverjir Framsóknarmenn virðast líka líta svo á að í orkan í Evrópusambandinu sé óhrein, að námsmenn sem skili sér ekki heim þurfi að greiða fyrir það og að skoða eigi ökklabönd á tiltekna hælisleitendur.

Framsóknarflokkurinn hefur mikinn áhuga á því hvernig fólk á að haga sér og þar á meðal á því hverju fólk trúir, hversu hreint kjöt það borðar og hvar það kaupir áfengi. Einhverjir Framsóknarmenn virðast líka líta svo á að í orkan í Evrópusambandinu sé óhrein, að námsmenn sem skili sér ekki heim þurfi að greiða fyrir það og að skoða eigi ökklabönd á tiltekna hælisleitendur.

Framangreint er aðeins toppurinn á ísjakanum, en pistlahöfundur tók saman topp tíu lista um mottó Framsóknarflokksins, eins og þau hafa birst á kjörtímabilinu:

1. Kosningar um “skipulagsmál” eru nauðsynlegar.
Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík tjáði kjósendum að hún vildi ekki mosku í Reykjavík og sagði þá skoðun sína ekki byggða á fordómum. Hún benti síðan á að þetta væri skipulagsmál og vildi að Reykvíkingar myndu kjósa um hvort moska ætti að rísa í Reykjavík.

2. Kosningar um Evrópusambandið eru ónauðsynlegar.
Framsóknarflokkurinn er ekki eins hrifinn af kosningum þegar um er að ræða önnur mál en skipulagsmál. Þess vegna töldu þeir enga þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ætti að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið, þrátt fyrir að gefin hafi verið fyrirheit um slíkt.

3. Ísland er með hreint kjöt, útlönd eru með óhreint kjöt.
Þingflokksformaður Framsóknar og forsætisráðherra hafa bæði tjáð sig um að innflutningur á kjöti frá Bandaríkjunum geti beinlínis verið hættulegt heilsu Íslendinga.

4. Ísland er með hreina orku, útlönd eru með óhreina orku.
Þingmaður Framsóknarflokksins var mótfallinn því að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands þar sem sæstrengurinn er ekki einstefnustrengur og gæti því flutt óhreina orku frá Evrópusambandinu til landsins.

5. Við erum svo fátæk að við höfum ekki efni á þróunaraðstoð.
Þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því að Ísland borgaði 0,26% af vergri landsframleiðslu til þróunarmála því það var gegn sannfæringu þingmannsins.

6. Það er svo mikil þensla að það er ekki hægt að lækka skatta.
Fjármálaráðherra boðaði skattalækkanir á flokksstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins en forsætisráðherra telur að þjóðinni gangi svo vel að það gæti þurft að stíga á bremsuna og hætta við skattalækkanir.

7. Áburðarverksmiðja mun laða brottflutta Íslendinga aftur heim.
Framsóknarmenn lögðu fram tillögu um að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn.

8. Ef brottfluttir námsmenn snúa ekki aftur heim, þrátt fyrir áburðarverksmiðjuna, þurfa þeir að greiða fyrir það.
Framsóknarþingmaður lagði til að þeir námsmenn sem læra erlendis og snúa ekki rakleiðis heim á ný skyldu borga meira til baka af námslánunum.

9. Reykjavík er fyrir flugvöllinn. Landsbyggðin fyrir allt annað.
Það að flytja stofnanir út á land er svo mikilvægt að það verður að tilkynna ákvörðunina áður en athugað er hvort hún standist lög eða reiknað út hvað hún kosti.

10. Umræða er nauðsynleg nema þegar hún beinist að Framsóknarflokknum. Þá er hún ofbeldi.
Það verður að taka umræðuna um “þær samfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað.” Það má ekki taka umræðu um Framsóknarflokkinn því það er ofbeldi – eða loftárás.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.