„.. en ef við látum leka því hann sé geðveikur?“

Ég vann nokkur misseri og sumur í Háskóla Íslands, bæði í meistaranámi sem og í minni verkefnum í grunnnáminu. Það væru ýkjur að halda því fram að starfsmenn Háskólans gerðu ekkert í kafftitíma sínum annað en að tala illa um Hannes Hólmstein. Í minningunni var hlutfall þess tíma sem fór í að tala illa um Hannes kannski nær því að vera 20-30%. En ég man að nóg þótti mér það stundum samt.

Ég vann nokkur misseri og sumur í Háskóla Íslands, bæði í meistaranámi sem og í minni verkefnum í grunnnáminu. Það væru ýkjur að halda því fram að starfsmenn Háskólans gerðu ekkert í kafftitíma sínum annað en að tala illa um Hannes Hólmstein. Í minningunni var hlutfall þess tíma sem fór í að tala illa um Hannes kannski nær því að vera 20-30%. En ég man að nóg þótti mér það stundum samt.

Nú kann eflaust að vera einhverjum þykir Hannes vera það mikill fáviti að hann eigi vont umtal skilið. Hann sé svo mikill fáviti að það sé rétt og maklegt á hann að samstarfmenn hans leki efni sálfræðiskýrslna, þar sem þeir sjálfir kvarta undan honum, í fjölmiðla. Svo mikill fáviti að það sé ekki annað hægt en að klappa fyrir því þegar samstarfsfólk hans finnur lausa stund, milli þess sem það sinnir kosningastjórn stjórnmálaflokka í borginni, til að kvarta undan því að hann hafi ekki verið rekinn samstundis þegar hann var dæmdur fyrir ritstuld fyrir sex árum síðan, að hann sé ekki rekinn núna af sömu ástæðu og, það sem ætti að sjálfsögðu að vera lágmarkskrafa, að nemendur geti ekki valið sig framhjá námskeiðum sem hann kennir.

“Oh, krúttlegt! Söngstrumpur kemur gáfnastrump til bjargar! Ætli æðstistrumpur launi honum greiðann?” hugsar eflaust einhver. Menn mega svo sem hugsa það ef þeir vilja. Hannes hef ég rætt við, að mig minnir, tvisvar. Í seinna skiptið var það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009. Þá var deilt um Evrópustefnu, og samskipti okkar, að mig minnir, stirð eftir því.

En sama hvað okkar samskiptasögu okkar líður þá get ég ekki alveg setið á því að mér þykir hálfsjúklegt hversu margir eru til í að láta framtíðarhamingju sína hvíla á því að þessi tiltekni háskólakennari missi vinnuna. Þeirra vegna þá hefur hann því miður ekki verið að gefa mönnum nægilegar ástæður til að láta reka sig. Mér vitandi hefur hann til dæmis ekki:

a) Sleppt því að mæta í námskeið sem honum var falið að kenna (eins og einn kennari sem kenndi mér)
b) Lagt fyrir ólík verkefni fyrir karlkyns og kvenkyns nemendur með þeim skýringum að þau síðari væru léttari (eins og einn kennari sem kenndi mér)
c) Trassað rannsóknarskyldu svo árum skipti (eins og margir af þeim kennurum sem kenndu mér)

Í þeim tilfellum sem hér er lýst að ofan voru málin oftast leyst með því að færa menn milli bygginga og bíða eftir því að þeir færu á eftirlaun. Það yrði eflaust lágmarksplan margra með Hannes, en ætli vandamálið er ekki að hann er ekki nægilega latur.

Kannski finnst einhverjum að reka hefði átt Hannes Hólmstein þegar hann var dæmdur fyrir ritstuld fyrir sex árum síðan. Það er sjónarmið en niðurstaðan var samt sú Hannes var skammaður af rektor, en ekki rekinn, og verður úr þessu ekki rekin fyrir þær sakir. Háskólakennara, líkt og marga opinbera starfsmenn, er erfitt að reka. Hvað þá fyrir hegðun á hliðarlínunni eða utan vallar. Eflaust mætti breyta því eitthvað, ég er hins vegar mjög efins um að það væri skref í rétta átt ef háskólaprófessorar misstu sjálfkrafa vinnuna við það að sálfræðingar kæmust að því að þeir væru erfiðir í samskiptum. Það myndi plægja akurinn óþarflega mikið.

Svanur Kristjánsson lætur sem Háskólinn sé að verðlauna Hannes fyrir ritstuld með því að létta af honum stjórnunarskyldu. Af þeim ómerkilegu fréttum sem birst hafa um efnið má þó sjá að a) ritstuldur Hannesar tengist þessu máli ekki heldir meintir samstarfsörðuleikar hans við samstarfsfólk sitt b) Hannes lítur ekki svo á að verið sé að verðlauna hann. Staðhæfing Svans er því röng og rætin. En mörgum eflaust þótti hún honum hnyttið viðbótarskot í einhverjum skrifstofueineltisleik sem einhver heldur að snúist um merkilegri hluti eins og “gildi Háskólans”. En er í reynd bara skrifstofupólitík eins og hún gerist ómerkilegust.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.