Er engin munur á erlendri fjárfestingu og erlendu láni?

Erlend fjárfesting í hátæknifyrirtækjum hefur verið í umræðunni í kjölfar ummæla aðila innan Samtaka Iðnaðarins um brottflutning sprotafyrirtækja af landinu. Forsætisráðherra brást við þessum ummælum með því að segja að erlend fjárfesting sé í eðli sínu lík erlendri lántöku þar sem erlendi fjárfestinn vilji fá ávöxtun á fjármagn sitt. Þetta er heldur ónákvæmur samanburður og gefur ranga mynd.

Erlend fjárfesting í hátæknifyrirtækjum hefur verið í umræðunni í kjölfar ummæla aðila innan Samtaka Iðnaðarins um brottflutning sprotafyrirtækja af landinu. Forsætisráðherra brást við þessum ummælum með því að segja að erlend fjárfesting sé í eðli sínu lík erlendri lántöku þar sem erlendi fjárfestinn vilji fá ávöxtun á fjármagn sitt. Þetta er heldur ónákvæmur samanburður og gefur ranga mynd.

Áhrif erlendra fjárfestinga hefur verið rannsökuð ítarlega og eru niðurstöður flestar á þann veg að hún hafi jákvæð áhrif á efnahagsþróun. Sú ritrýnda grein sem hefur hvað flestar tilvísanir (nær 4.000) um efnið (Borensztein et al. 1998) segir að við skoðun á erlendri fjárfestingu í 69 löndum hafi komið í ljós að: „FDI is in fact an important vehicle for the transfer of technology, contributing to growth in larger measure than domestic investment“. Erlend fjárfesting skilaði löndunum í rannsókninni meiri hagvexti en innlend fjárfesting.

Það er grundvallarmunur á erlendri fjárfestingu og erlendu lánsfjármagni. Þegar erlendur aðili kemur með erlent lánsfjármagn til landsins þá fær hann fljótlega vexti til sín í erlendum gjaldeyri sem íslenska fyrirtækið þarf að afla með einum eða öðrum hætti.

Þegar erlendur aðili fjárfestir þá tekur hann persónulega áhættu og er síðastur til að fá greitt. Þar með er engin útgreiðsla á gjaldeyri fyrr en fyrirtækið hefur greitt aðra kostnaðarliði eins og laun, aðföng, vexti og skatta. Þar að auki er ekkert víst að hann vilji taka fjármagn (ávöxtunina) út úr fyrirtækinu á fyrstu árum heldur frekar sjá þá vaxa áfram innan þess. Hann getur einnig fengið ávöxtun á hlut sinn með því að selja hann og ef kaupandinn er líka erlendur þá á sér ekki stað neitt útstreymi á gjaldeyri.

Annar grundvallarmunur er að erlendur fjárfestir kemur með þekkingu, reynslu og tengslanet inn í fyrirtæki á meðan erlendi lánsaðilinn leggur ekkert slíkt af mörkum.

Fall íslensku bankanna er lýsandi dæmi um þennan grundvallarmun á erlendu lánsfé og eiginfé. Eigið fé íslensku bankanna var nær alfarið fjármagnað með erlendum lánum í gegnum eignarhaldsfélög. Þessi félög féllu saman þegar þrýstingur kom á þau haustið 2008.

Á Íslandi voru einnig fjöldi fyrirtækja eins og Össur, Marel og CCP sem höfðu fengið erlent eiginfjármagn og í gegnum það flutt inn aga í skipulagningu, erlend sambönd og sterkari efnahagsreikning. Þessi fyrirtæki stóðu flestöll af sér kreppuna og eru ennþá í rekstri í dag.

Heimildir:
1) E. Borensztein, J. De Gregoriob, J-W. Leec, How does foreign direct investment affect economic growth?, Journal of International Economics, Volume 45, Issue 1, 1 June 1998, Pages 115–135, Tengill á greinina hjá Science Direct: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0022199697000330
2) Ásgeir Jónsson, Þýðing beinnar erlendrar fjárfestingar fyrir Ísland, greinargerð fyrir Efnahags-og viðskiptaráðherra um mikilvægi erlendrar fjárfestingar fyrir Ísland í sögulegu og þjóðhagslegu ljósi, 10. nóv 2011, http://www.gamma.is/frettirgreinar/nr/160
3) Umræður á Facebook síðu Hjálmars Gíslasonar.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.