Hamingja ofmetin – peningar vanmetnir

Hamingja er í tísku. Það er líka í tísku að segjast vilja vera hamingjusamur en ekki ríkur. Og gott og vel. Ekki ætla ég að skipta mér að því ef einhver vill frekar vera hamingjusamur en ríkur. Fínt, ef það gerir einhvern hamingjusaman.

Hamingja er í tísku. Það er líka í tísku að segjast vilja vera hamingjusamur en ekki ríkur. Og gott og vel. Ekki ætla ég að skipta mér að því ef einhver vill frekar vera hamingjusamur en ríkur. Fínt, ef það gerir einhvern hamingjusaman.

Það er sagt að peningar séu ekki það sama og hamingja. Jújú, það er fullt af vinnu sem ég gæti ekki unnið þótt ég fengi fullt af pening fyrir. Og ég geri fullt af hlutum sem eru skemmtilegir án þess að fá fyrir það pening. En hér má rugla saman tveimur hlutum. Það er eittt að halda því fram að hamingja og peningar eru ekki SAMI hluturinn. En það er ekki það sama og að halda því fram að engin fylgni sé þar á milli. Það er rökvilla.

Stephen Colbert sagði eitt sinn í þætti sínum: “Money cannot buy happiness, but it can buy things that will make you happy.” Og auðvitað er það rétt. Lokum augunum, hugsum um eitthvað sem myndi gera okkur glaðari. Peningar hjálpa okkur kannski ekki alltaf en mjög oft. Og þeir skemma aldrei fyrir.

Ég velti því stundum fyrir mér hvort þessi andefnishyggjumantra hafi ekki einmitt verið búin til að yfirstéttinni til að halda hinum stéttunum á sínum stað. Enda er einhver trúarkenningarþefur af þessu. Að láta fólk vera himinlifandi með að verða ekki ríkara en það er.

***

Menn hafa sett upp hamingjuindexa og ríki hafa látið mæla sig eftir þeim. Ríkið Bútan skipti meira segja út hagvaxtarmarkmiðum fyrir hamingjumarkmið. Hljómar rosasniðugt en er samt algjört bull. Því þótt eflaust sé hægt að falsa hagvaxtartölur þá er það að falsa skoðanakannanir auðveldara en allt. Og stundum þarf örugglega ekki einu sinni að falsa þær.

“Góðan Daginn. Þetta er félagsvísindastofnun Norður-Kóreu. Ertu hamingjusamur?”

Mjög margt bendir til að þau lönd í heimi sem best sé að búa í séu þau ríkustu. Og ég er hræddur við það að vond stjórnvöld geti, með hamingjutískuna að vopni, afsakað ömurlegt efnahagslíf með því að þegnarnir séu allir massahamingjusamir, miðað við þeirra eigin mælingar.

Þannig að til að summera upp: Ég hef ekkert af móti hamingjunni þannig séð. En hún færir stundum fókusinn af því sem raunverulega skiptir máli í lífinu: Peningum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.