Blóðþyrstu kommúnistar Stalíns

28. september 2010 var sorgardagur í sögu Alþingis, ekki aðeins vegna þess að notuð voru fáránleg stjórnarskrárákvæði heldur vegna þess að Alþingi okkar Íslendinga féll á mjög mikilvægu prófi. Í stað þess að horfa fram á veginn og einbeita okkur að þeim hlutum sem mestu máli skipta, eins og að taka á skuldavanda heimilanna, atvinnuleysi og brottflutningi ungs menntafólks var Alþingi upptekið af öðruvísi hlutum, uppfullt af hefnd, heift, hatri og blóðþorsta. Því var það niðurstaða meirihluta þingsins að ákæra fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmar Haarde, fyrir vanrækslu í starfi sem forsætisráðherra.

28. september 2010 var sorgardagur í sögu Alþingis, ekki aðeins vegna þess að notuð voru fáránleg stjórnarskrárákvæði heldur vegna þess að Alþingi okkar Íslendinga féll á mjög mikilvægu prófi. Í stað þess að horfa fram á veginn og einbeita okkur að þeim hlutum sem mestu máli skipta, eins og að taka á skuldavanda heimilanna, atvinnuleysi og brottflutningi ungs menntafólks var Alþingi upptekið af öðruvísi hlutum, uppfullt af hefnd, heift, hatri og blóðþorsta. Því var það niðurstaða meirihluta þingsins að ákæra fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmar Haarde, fyrir vanrækslu í starfi sem forsætisráðherra.

Daprari niðurstöðu var ekki hægt að hugsa sér í þessu máli.

Fólk hefur verið virkilega óvægið í gagnrýni sinni á Geir H. Haarde og margir taka svo djúpt í árinni og segja að fall íslensku bankanna og hrun fjármálakerfisins hafi beinlínis verið honum að kenna. En þrátt fyrir þessi þungu orð hefur enginn getað stigið fram og sagt nákvæmlega hvað Geir gerði vitlaust, eða öllu heldur hvað Geir gerði ekki, eða jafnvel hvað Geir hefði átt að gera öðruvísi. Í ræðustóli Alþingis talaði þingmaðurinn Pétur Blöndal um að hann hefði spurt þingmennina Atla Gíslason og Þór Saari hvað þeir hefðu gert öðruvísi – það stóð ekki á svörum, þessir tveir „snillingar“ hefðu auðvitað skipað tilsjónarmenn yfir bönkunum! Það er sem sagt augljóst að ef Þór Saari og Atli Gíslason og þeirra flokkar hefðu verið eitthvað nálægt þessum erfiðu atburðum árið 2008 að þá væri varla byggt ból hérna á Íslandi.

Áðurnefndur Pétur Blöndal hefur gengið hvað harðast fram í gagnrýni sinni á þessu máli og ekki að ástæðu lausu. Pétur hefur fyrst á fremst bent á hversu óljósar og ósannfærandi þessar ákærur eru. Að auki hefur hann bent á að dómurinn framkvæmi ekki rannsókn sjálfur áður en ákært er, og því séu ákærurnar vitnisburður án þess að þeir sem um er fjallað hafi réttastöðu grunaðs manns og geti þar með varið sig á fyrri stigum.

Það sem gerðist þann 28. september var að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar snéru bökum saman og hrintu í framkvæmd áætlun um að koma góðum manni undir fallöxina en bjarga eigin fólki. Framganga Framsóknarflokksins, Vinstri- Grænna, Hreyfingarnninar og að hluta Samfylkingarinnar er ekkert annað en tilraun til pólitísks morðs.

Kommúnistar höfðu þennan háttinn á um miðja síðustu öld, að koma pólitískum óvinum sínum fyrir kattarnef með því að draga þá saklausa fyrir dómstóla. Þeir þingmenn sem sögðu „já“ þann 28. september minna einna helst á blóðþyrsta kommúnistann hann Stalín og verði þeim að góðu að feta í hans fótspor.

Þeirra er skömmin.