„Þetta sér allt hugsandi fólk í gegnum“

Nú nýverið lét Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þau ummæli falla í samtali við fréttavefinn Smuguna að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekkert erindi í ríkistjórn. Ólína sagði orðrétt: „Nú þegar erfiðustu verkin eru að baki, vilja þeir komast til valda. Það er svo Sjálfstæðismenn geti eignað sér góð verk stjórnarinnar og til að koma í veg fyrir að nokkur maður verði ákærður. Þetta sér allt hugsandi fólk í gegnum.“

Nú nýverið lét Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þau ummæli falla í samtali við fréttavefinn Smuguna að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekkert erindi í ríkistjórn. Ólína sagði orðrétt: „Nú þegar erfiðustu verkin eru að baki, vilja þeir komast til valda. Það er svo Sjálfstæðismenn geti eignað sér góð verk stjórnarinnar og til að koma í veg fyrir að nokkur maður verði ákærður. Þetta sér allt hugsandi fólk í gegnum.“

Þær fullyrðingar sem Ólína bar á borð eru afar ómálefnalegar ef litið er til afstöðu Ólínu í atkvæðagreiðslu þingsins um ráðherraábyrgð. Í ljósi þjóðfélagsumræðu síðustu mánuða um Atlanefndina svokölluðu, hefði vart verið hægt að komast hjá atkvæðagreiðslu um ákæru. Samkvæmt 14. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands getur Alþingi kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Það ákvæði sem hér er fjallað um brýtur algjörlega í bága við þrískiptingu valdsins og er því úrelt. Að þingið skuli fara með löggjafa- og ákæruvald á sama tíma, er algjörlega fráleitt og býður upp á pólitískan spillingardans.

Þann 28. september 2010 varð þjóðin einmitt vitni að slíkum spillingardansi hjá Ólínu, Helga Hjörvari, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Skúla Helgasyni. Þingmenn sem allir sögðust greiða atkvæði eftir sinni sannfæringu. Þau rök sem Ólína færði fyrir að greiða atkvæði með málsókn á hendur Geir H. Haarde en ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eru fráleit. Því leyfi mér að nota hennar orð: „Þetta sér allt hugsandi fólk í gegnum“.

Ólína sagði í Kastljósi þann 28. september að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi ekki haft þau tæki sem þurfti til að búa yfir vitneskju um fjármálakerfi landsins. Samt sem áður virðist vera að Ingibjörg hafi haldið Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra, fyrir utan mikilvæga fundi í aðdraganda hrunsins.

Með þetta í huga vil ég biðja Ólínu að opna nú augu sín og spyrja sjálfa sig að því hvort spillingin hafi ekki einmitt náð hámarki þegar hún sjálf leysti vinkonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, undan ákæru Alþingis með atkvæði sínu.

Latest posts by Janus Arn Guðmundsson (see all)