„Svona viljum við hafa það“

Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Ég hef þvert á móti verið mjög stolt af því, þrátt fyrir lélgt gengi í Eurovision, lélegan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, skömmustulegt bankahrun og Icesave-klúðrið. Alveg þangað til fyrir tveimur dögum þegar Alþingi lagðist svo lágt að samþykkja málshöfðun fyrir Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Ég hef þvert á móti verið mjög stolt af því, þrátt fyrir lélgt gengi í Eurovision, lélegan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, skömmustulegt bankahrun og Icesave-klúðrið. Alveg þangað til fyrir tveimur dögum þegar Alþingi lagðist svo lágt að samþykkja málshöfðun fyrir Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Þar sem ég bý ekki á Íslandi gat ég ekki fylgst af ákafa með umræðum á Alþingi um skýslu Atlanefndarinnar. Það var engu að síður, líkt og svo oftur áður, farsakennt að lesa fréttir á netmiðlunum, og ég tek það aftur fram að ég var ekkert að kafa ofan í þetta mál. Svo ef ég fékk það á tilfinninguna að þetta væri allt saman einn stórkostlegur farsi, hvernig ætli þingmönnum hafi eiginlega liðið? Sumum leið greinilega svo vel í farsanum að þeir sóttust eftir aðalhlutverkum leikritsins, og ákváðu líka sögulok, en þau voru sú að bjarga ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og gera einn mann ábyrgan fyrir bankahruninu. Mjög gott drama en þeir þingmenn sem stóðu að þessum málalyktum ættu kannski bara að finna sér aðra vinnu, eins og t.d. leikritaritun…

Það eru ekki aðeins löglærðar manneskjur sem gera sér grein fyrir því að engan ber að ákæra nema að meiri líkur en minni séu á að sá hinn sami verði fundinn sekur; hér erum við með eina af grunnstoðum réttarríkisins. Mér fannst því athyglisvert að lesa meira um hversu litlar líkur væru á að fyrrverandi ráðherrar yrðu sakfelldir heldur en hitt. Og ég man að ég hugsaði með mér: „Hvað gengur þessari Atlanefnd þá til? Er þessi Atli ekki lögfræðingur?“ Já, það er margt skrýtið í pólitík, og sumt er jafnvel óskiljanlegt almenningi.

Það er ekki langt síðan ég skrifaði grein hér á Deigluna um ömurleika íslenskra stjórnmála og nauðsyn þess að stjórnmálamenn komi sér upp úr skotgröfunum og fari að gera eitthvað af viti. Sú staðreynd að flokkslínur réðu því hver var ákærður og hver ekki er gott dæmi um hversu rotin íslensk pólitík er og hversu vanmáttugir stjórnmálamennirnir í raun eru til þess að takast á við það risavaxna verkefni sem endurreisn Íslands er.

Sagði einhver „bylting“? Nei, auðvitað ekki. Að minnsta kosti ekki á meðan það er vinstristjórn og hægrimenn vilja ekki mótmæla á Austurvelli af því þeir eru ekki „aktívistar“. Ókei þá. Haldið skotgrafarhernaðinum áfram, ungir sem aldnir, stjórnmálamenn og almenningur. Svona viljið þið hafa það.

Latest posts by Sunna Kristín Hilmarsdóttir (see all)

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Sunna Kristín hóf að skrifa á Deigluna í mars 2009.