Hin feita þjóð

Í dag er Ísland feit þjóð, sem hefur étið yfir sig af lánum, myntkörfum og íslenskum krónum. Þetta er eins og einstaklingur sem hefur gegnum árin bætt á sig lítillega. Eitt árið er svo bara pitsa í matinn alla daga og í október eru nokkur aukakíló orðin rúmlega hundrað. Nú stöndum við öll sem eitt og öskrum að vigtinni sem hlustar ekki. En hvað er til ráðs? Er ekki komi tími til að skoða töfralausnir megrunnar? Það er aldrei að vita nema við finnum eitthvað sem myndi leysa þetta stóra vandamál á nokkrum árum í staða áratuga.

Í dag er Ísland feit þjóð, sem hefur étið yfir sig af lánum, myntkörfum og íslenskum krónum. Þetta er eins og einstaklingur sem hefur gegnum árin bætt á sig lítillega. Eitt árið er svo bara pitsa í matinn alla daga og í október eru nokkur aukakíló orðin rúmlega hundrað. Nú stöndum við öll sem eitt og öskrum að vigtinni sem hlustar ekki. En hvað er til ráðs? Er ekki komi tími til að skoða töfralausnir megrunnar? Það er aldrei að vita nema við finnum eitthvað sem myndi leysa þetta stóra vandamál á nokkrum árum í staða áratuga.

Menn hafa til dæmis litið ágirndar augum á Drekasvæðið og vonast til að finna þar olíu og gas. Áður en hægt dæla auðlindunum upp þarf fyrst að fara fram margra ára undirbúningsvinna. Það þarf að finna hvort nokkuð sé til staðar yfir höfuð síðan þarf að setja upp borpalla og sinna ýmsu öðru. Búast má svo við alla veganna tíu ára vinnu áður en nokkuð verður unnið þaðan og þá er spurning hvert það fer og hver muni græða mest. Það eru svo væntanlega margir áratugir áður en þjóðfélagið sjálft fer að hagnast. Væri ekki betra að nýta þessar auðlindir sem fyrst til að borga upp erlendar skuldir og byggja aftur upp traust á landinu. Með því að selja þetta svæði til erlendra fjárfesta eða þjóða gætum við strax auðgast um talsverðar upphæðir án mikillar vinnu. Menn eiga það til að vanmeta núvirði peninga og með þessu gæti Ísland verðið aftur komið á byrjunarreit og tilbúið í aðra uppsveiflu.

Aðrir hafa svo velt fyrir sér að selja rafmagn til Evrópu. Skoðaðir hafa verið möguleikar á að leggja streng til Skotlands og selja orku úr landi. Með því myndi raforkuverð á Íslandi hækka mikið og því líklegt að álverin myndu loka. Virkja þyrfti talsvert því eftirspurn eftir rafmagni er mikil og mun meiri en við gætum séð við. Með þessu værum við að selja græna orku úr landi sem myndi bæta viðskiptahalla landsins til muna og yrði hann jákvæður á stuttum tíma. Þarna væri þjóðin líka komin með nýtt samningsspil á hönd. Því lítið mál er að leika sama leik og Rússar með því slökkva á flæði strengnum þegar Bretinn er með eitthvað Icesave múður.

En verðum við ekki bara sætta okkur við orðin hlut. Töfralausnir eru oftast bara sjónhverfingar sem á endanum skila litlu eða engu. Þó það sé möguleiki á að aðferðir sem þessar muni virka þá verðum við að viðurkenna staðreyndir. Besta leiðin til að tapa þyngd er að borða minna og hreyfa sig meira.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.