Flest vinnur með demókrötum

Í síðustu viku héldu demókratar gríðarlega vel heppnaðan landsfund í Denver. Þar var krökkt af frægu fólki saman komið sem söng og trallaði og hélt tilfinningaþrungnar ræður. Clinton hjónin voru mætt, Sheryl Crow, Al Gore, börn Martin Luther King, Nancy Pelosi, Will.i.am og Stevie Wonder til að nefna þá frægustu. Obama hélt þar eina af sínum bestu ræðum fyrir framan 75 þúsund áhorfendur sem tóku ákaft undir með fagnaðarlátum og kölluðu í sífellu slagorð Obama „Yes, we can“. Þetta var ein allsherjar skemmtihátíð sem stóð yfir í fjóra daga. Fjölmiðlar sendu beint út frá fundinum og stóðu sig ljómandi vel í því að halda fólki límdu við skjáinn í beinu framhaldi af stanslausum útsendingum frá ólympíuleikunum.

Það virðist flest vinna með demókrötum í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum þessa dagana.

Í síðustu viku héldu demókratar gríðarlega vel heppnaðan landsfund í Denver. Þar var krögt af frægu fólki saman komið sem söng og trallaði og hélt tilfinningaþrungnar ræður. Clinton hjónin voru mætt, Sheryl Crow, Al Gore, börn Martin Luther King, Nancy Pelosi, Will.i.am og Stevie Wonder til að nefna þá frægustu. Obama hélt þar eina af sínum bestu ræðum fyrir framan 75 þúsund áhorfendur sem tóku ákaft undir með fagnaðarlátum og kölluðu í sífellu slagorð Obama „Yes, we can“. Þetta var ein allsherjar skemmtihátíð sem stóð yfir í fjóra daga. Fjölmiðlar sendu beint út frá fundinum og stóðu sig ljómandi vel í því að halda fólki límdu við skjáinn í beinu framhaldi af stanslausum útsendingum frá ólympíuleikunum.

Í gær hófst landsfundur repúblikana í Minneapolis. Vegna fellibylsins Gústav var nánast öllum fundinum slegið á frest og fjölmiðlar hættu við beinar útsendingar frá fundinum. Á mánudag áttu m.a. Bush, Cheney og Arnold Schwarzenegger að ávarpa þingið en ljóst er að hvorki forsetinn né varaforsetinn munu mæta á þingið vegna náttúruhamfaranna. Repúblikanar ætluðu svo sannarlega ekki að vera í sömu sporum og þeir voru þegar Katarina lagði New Orleans í rúst fyrir þremur árum síðan og þeir voru sakaðir um að bregðast ekki við í tæka tíð. Um tvær milljónir manna höfðu nú flúið heimili sín. Stormurinn reyndist á endanum minni en búist var við og mun minni en Katarina.

Repúblikanar eru þannig bæði að missa af landsfundinum sínum og öllu fjölmiðlafárinu og athyglinni sem því fylgir og þeir eru ekki að fá neinn heiður af því að hafa staðið sig vel í að bregðast við náttúruhamförunum. Stormurinn fær eðlileg mun minni athygli í fjölmiðlum en hefði orðið ef hann hefði verið stærri og um leið er engin ástæða til að tala við Bush og félaga um ástandið. Ekkert drama og þar af leiðandi enginn samúð með ráðandi öflum (sem betur fer að öllu leyti). Og til að bæta gráu ofan á svart bárust þær fréttir í gær að 17 ára dóttir varaforsetaefnis repúblikana væri ólétt. Ekkert svakalegt hneyksli svona almennt séð en þegar um er frambjóðandann sem átti að höfða til íhaldsamra repúblikana þá er það ekki eins gott.

Þó ekki væri nema fyrir skemmtunina fyrir forfallna áhugamenn um bandarísku forsetakosningarnar, þá vona ég að repúblikanarnir komist af stað næstu tvo daga og syngi og tralli á landsfundinum sínum eins og þeir eigi lífið að leysa (sem þeir eiga).

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.