Áfram Ísland!!!!

Spennan magnast, allar kaffistofur landsins eru uppfullar af yfirtensuðum Íslendingum sem eiga þá ósk heitasta að geta burstað Spánverja í einum mikilvægasta leik sem landið hefur upplifað síðan ég man eftir mér.

,,Strákarnir okkar“ munu á morgun í hádeginu mætast landsliði Spánverja í handbolta. Spánverjar eiga gott landslið og eru líklegir til alls. 2005 unnu þeir gullið á heimsmeistaramótinu Í Túnis. Í landsliðinu þeirra þá voru einmitt markverðirnir tveir Jose Javier Hombrados sem spilar með Óla Stef hjá Ciudad Real og svo hinn ótrúlegi David Barrufet sem lokaði einmitt marki Spánverja í síðasta leik þeirra gegn Suður Kóreru en sá leikur var einn sá jafnasta leik sem hefur sést sem en markfærslan færði svo Spánverjum sæti í topp 4 á Ólympíuleiknum í ár.

Spánverjar hafa samt sem áður ekki verið að spila neinn frábæran bolta á mótinu, þeir komumst upp úr sínum riðli í fjórða sæti og með 6 stig eins og Ísland. Þeir unnu þrjá leiki en töpuðu tveimur, markatala þeirra var úr þessum leikjum 152 á móti 145 en Ísland 151 á móti 146 en þess má geta að í okkar riðli vorum við með langhæstu markatöluna, en þeir sem skoruðu næst flest mörk voru Danmörk með 137 mörk en fengu á sig 131.

Ef sigurinn verður okkar á morgun þá er Ísland komið á pall og á möguleika á því að vinna gullið, ef Spánverjar vinna þá munum við keppa um bronsið því eru líkur okkar á pallinum góðar. Þetta gæti endað stórkostlega eins og Alfreð Gíslason fyrrverandi landsliðsþjálfari sagði eftir leik okkar við Pólverja.

Ég ætla að leggja hér til að allir sem ætla að horfa á leikinn hafi sinn sigurdans við hvert mark sem við skorum, hér er myndband af ,,Strákunum okkar“ þar sem þeir kenna okkur að fagna.

Svo bara allir syngja…. Áfram Ísland klappklapp klappklapp klapp Áfram Ísland!!!!

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.