3. febrúar 1998, 1. tbl. 1. árg.

Stór þáttaskil áttu sér stað í sögu íslensku þjóðarinnar fyrir tíu árum síðan er óskabarn þess tíma, Íslensk erfðargreining, náði risasamningi við svissneska stórfyrirtækið F.Hoffmann-La Roche. Þá hafði að mati stofnanda Deiglunnar framtíðin bankað upp á hjá lítilli eyþjóð norður í Ballarhafi og um það var ritað í fyrsta pistlinum sem birtur var á Deiglunni þann 3. febrúar 1998.

Úrvalspistill - Deiglan 10 áraStór þáttaskil áttu sér stað fyrir tíu árum síðan í sögu íslensku þjóðarinnar er óskabarn þess tíma, Íslensk erfðargreining, náði risasamningi við svissneska lyfjarisann F.Hoffmann-La Roche. Þá hafði að mati stofnanda Deiglunnar framtíðin bankað upp á hjá lítilli eyþjóð norður í Ballarhafi og um það var ritað í fyrsta pistlinum sem birtur var á Deiglunni þann 3. febrúar 1998.

Hér endurbritum við þennan úrvalspistil í tilefni af tíu ára afmæli Deiglunnar.

Lengi hefur verið rætt um að upplýsingar séu verðmæti framtíðar. Hér á landi hefur þessi umræða verið bundin við eitthvað sem gæti hugsanlega, einhvern tímann orðið að veruleika og þá líklega í útlöndum. En í gær bankaði framtíðin upp á hjá lítilli eyþjóð norður í Ballarhafi.

Risasamningur hins unga og atorkusama fyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar og svissneska ofur fyrirtækisins F.Hoffmann-La Roche markar þáttaskil í Íslandssögunni. Fram til þessa hefur Ísland í raun verið frumstæð hráefnisuppspretta. Þjóðin hefur lifað af náttúruauðlindum sínum; fiski og fallvötnum. Mannauðurinn sem býr í þessari dvergvöxnu þjóð hefur aldrei verið „virkjaður“ svo nokkru nemur. En hvar liggja tækifæri fámennrar og vel menntaðrar þjóðar? Sú kynslóð sem nú kveður lagði mikið af mörkum til þeirra lífsskilyrða sem við teljum sjálfsögð í dag. Þær framfarir útheimtu dugnað, eljusemi og miklar fórnir og undirstaða þeirra framfara var auðlind hafsins.

En tímarnir breytast og tækifæri framtíðarinnar liggja e.t.v. ekki lengur eingöngu í fiski og fallvötnum, heldur einnig, og kannski frekar, í þekkingu, færni og hugviti – það eru gjaldmiðlar komandi tíma. Í stað saltfisks og saltaðrar síldar koma upplýsingar – upplýsingar sem erlendar þjóðir geta jafnvel síður en matvæla verið án. Kári Stefánsson og félagar hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa tekið stökk inn í framtíðina og menn munu í framtíðinni líta til gærdagsins, 2. febrúar 1998, sem dagsins þegar íslenska þjóðin hélt á vit nýrrar aldar.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Úrvalspistill (see all)