Hvað er Ungmennafélag Íslands, UMFÍ?

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga á Íslandi og hefur að markmiði ræktun lýðs og lands. Samanstendur af 19 héraðssamböndum og 12 félögum sem hafa beina aðild að UMFÍ. Bein aðild félaga kemur til þar sem að héraðasambönd þeirra eru ekki aðilar að UMFÍ. Ef héraðssamband er aðili að UMFÍ þá fá öll félög innan sambandsins sjálfkrafa aðild að ungmennafélaginu. Fjöldi félaga sem er í UMFÍ eru 288 talsins og fjöldi félagsmanna er ca. 82.000 manns.

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga á Íslandi og hefur að markmiði ræktun lýðs og lands. Samanstendur af 19 héraðssamböndum og 12 félögum sem hafa beina aðild að UMFÍ. Bein aðild félaga kemur til þar sem að héraðasambönd þeirra eru ekki aðilar að UMFÍ. Ef héraðssamband er aðili að UMFÍ þá fá öll félög innan sambandsins sjálfkrafa aðild að ungmennafélaginu. Fjöldi félaga sem er í UMFÍ eru 288 talsins og fjöldi félagsmanna er ca. 82.000 manns.

Það sem kemur hvað mest á óvart er hin fjölbreytta starfsemi UMFÍ. Það fyrsta sem fólk dettur í hug þegar það heyrir nafnUMFÍ eru íþróttir og landsmót UMFÍ, sem er eðlilegt enda stærstu þættirnir í starsemi UMFÍ. En starfið er miklu meira en þetta tvennt. Starfsemi UMFÍ byggist upp á þremur meginþáttum; í fyrsta lagi íþróttir, í öðru lagi umhverfismál og í þriðja lagi menning og fræðsla en síðan má einnig nefna unglingamálefni og annars konar fræðslu.

Eins og kemur fram hér að framan er íþróttaþáttur hreyfingarinnar lang stærstur. UMFÍ stendur fyrir tveimur stórum mótum, þau eru Landsmót og Unglingalandsmót UMFÍ. Á þessum tveimur mótum taka þátt ca. 24.000 íslendingar. Unglingalandsmótin eru haldin á hverju ári um verslunarmannahelgi og er aðsóknin á það um 10.000 – 12.000 manns. Landsmót UMFÍ er haldið þriðja hvert ár og eru keppendur þar um 2.000 talsins og áhorfendur um 10.000.

Umhverfismálin hafa verið stór þáttur í starfi hreyfingarinnar. UMFÍ stendur meðal annars fyrir skógrækt, umhverfisfræðslu og annarskonar umhverfisverkefnum. Einnig hefur hreyfingin sett á stað átökin ,,Göngum um Ísland” og ,,Fjölskyldan á fjallið” í þeim tilgangi að auka samverstundir fjölskyldna og styrkja þannig fjölskyldutengslin.

Forvarnaverkefni UMFÍ eru verkefni sem hafa fengið mikla athylgi í gegnum tíðina.. Nýlegt verkefni ber heitið ,,Flott án fíknar” sem er átak gegn hvers kyns vímugjöfum. Þetta átaka er unnið þannig að farið er inn í grunnskóla og framhaldsskóla landsins og kynnt fyrir nemendum hættan af notkun vímuefna og hefur verkefnið gengið mjög vel. Eitt af þeim verkefnum sem hreyfingin stóð að er verkefnið ,,Blátt áfram” sem tók á kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Þetta verkefni átti mikinn þátt í því að opna á þá þjóðfélagslegu umræðu sem hefur átt sér stað á síðust misserum um kynferðislegt ofbeldi í allri sinni mynd.

UMFÍ sér um fjöldan allan af námskeiðum á vegum Leiðtogaskólans sem er skóli sem heldur utan um fræðslustarf hreyfingarinnar. Þessi námskeið miða m.a. að því að efla félagsvitund fólks og finna leitogahæfileika hjá einstaklingum. Gera fólk betur í stakk búið til þess að taka þátt í félagsstarfi. Einnig aðstoða samtökin og styrkja einstaklinga við að komast í nám í einum sex Lýðháskólum í Danmörku og hefur mikil aðsókn verið í þessa skóla, allt upp í 45 einstaklingar á önn.

UMFÍ fær fjárhagslegan styrk frá hinu opinbera, í gegnum eignaraðild að getspá og getraunum og framlögum frá styrktaraðilum.
Ungmennafélag Íslands er hreyfing sem hefur margt að bjóða og hentar öllum. Greinarhöfundur vill hvetja fólk til að kynna sér hreyfinguna m.a. með því að fara inná heimasíðuna www.umfi.is og skoða það sem er í boði.