Tíkarsynir, skíthælar og aumasta þý

Tíkarsynir, skíthælar og aumasta þý, eru orð sem Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, kýs að nota yfir meinta misgjörðamenn sína í tengslum við Landsbankamálið í Morgunblaðinu í gær. Undir fyrirsögninni Ég ákæri birtist einhver magnaðasta blaðagrein síðari ára, þar sem fyrrverandi þingmaður, ráðherra og bankastjóri viðhafði slík orð um embættismenn þjóðarinnar, blaðamenn og fleiri, að með ólíkindum var. Eðli greinarinnar var slíkt, að annaðhvort verður Sverrir sóttur til saka og sakfelldur fyrir ærumeiðingar, eða umræddir einstaklingar munu þurfa að svara fyrir það sem fram kemur í grein Sverris.

Tíkarsynir, skíthælar og aumasta þý, eru orð sem Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, kýs að nota yfir meinta misgjörðamenn sína í tengslum við Landsbankamálið í Morgunblaðinu í gær. Undir fyrirsögninni Ég ákæri birtist einhver magnaðasta blaðagrein síðari ára, þar sem fyrrverandi þingmaður, ráðherra og bankastjóri viðhafði slík orð um embættismenn þjóðarinnar, blaðamenn og fleiri, að með ólíkindum var. Eðli greinarinnar var slíkt, að annaðhvort verður Sverrir sóttur til saka og sakfelldur fyrir ærumeiðingar, eða umræddir einstaklingar munu þurfa að svara fyrir það sem fram kemur í grein Sverris.

Reynist það satt sem Sverrir heldur fram – og nú er alls ekki verið að halda því fram að svo sé, eða svo sé ekki -, að störf ríkisendurskoðunar hafi verið undir áhrifum pólitískrar hagsmunagæslu, í því augnamiði að vernda bankastjóra Framsóknarflokksins, Halldór Guðbjarnason, er það mjög alvarlegt mál. Ríkisendurskoðun er falið geysilegt vald og er stofnunin ein helsta stoð stjórnskipulegs eftirlitshlutverks Alþingis. Því verður að gera ríkar kröfur um óhludrægni í störfum hennar. Í því felst að jafnræði verður að ríkja milli þeirra aðila sem stofnunin hefur til skoðunar og öll ómálefnaleg mismunun er brot á grundvallarreglum stjórnsýslunnar. Ekki er með þessu verið að leggja til að komið verði á fót ríkisendurskoðunar-endurskoðun, það hlýtur að vera hlutverk Alþingis, og dómstóla ef til þess kæmi, að gæta þess, að ríkisendurskoðun fari að lögum í stjórnsýslu sinni.

Sverrir hefur nú sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og hyggst einbeita sér að kvótamálinu, eins og fram kemur í grein hans í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Sverri mun hafa borist það til eyrna, að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður bankaráðs LÍ, hefði verið höfuðpaurinn í aðförinni gegn sér. Þetta er einkar trúverðug tilgáta, enda hefur afsögn Sverris Hermannssonar og írafárið í kringum hana áreiðanlega komið sér vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn….

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.