Slöpp tilraun til mannorðsvarnar

Ekki stendur steinn yfir steini í vandræðalegri tilraun Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörvar til að hreinsa mannorð sitt af meintum rógi og svívirðilegum áburði. Þennan róg og áburð er að finna á Netinu á heimasíðu tveggja fyrrverandi launalausra starfsmanna félaganna, þar sem lesa má ítarlega um málið.

Ekki stendur steinn yfir steini í vandræðalegri tilraun Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörvar til að hreinsa mannorð sitt af meintum rógi og svívirðilegum áburði. Þennan róg og áburð er að finna á Netinu á heimasíðu tveggja fyrrverandi launalausra starfsmanna félaganna, þar sem lesa má ítarlega um málið.

Þeir félagar úr R-listanum telja ómaklega að sér vegið, enda mun vera langt um liðið síðan þeir voru skítseiði (aths. ritstj. Hér er orðið skítseiði notað sem almennt skammaryrði og til stílfræðilegrar áherslu…). Þar að auki mátti skilja á Hrannari í viðtali við RÚV, að ómetanleg væri sú reynsla sem menn öðluðust sem fjárglæframenn og myndi sú reynsla hans koma borgarbúum til góða þegar hann hefði komið höndum sínum yfir alla milljarðana í borgarsjóði.

Helgi Hjörvar kýs að segja sem minnst um málið fyrir utan það, að honum finnst tímasetningin athyglisverð. En hann er ekki minna skítseiði þótt málið komi upp skömmu fyrir kosningar. Það er kannski vænlegt fyrir aðra glæpamenn að skella sér í framboð og vísa svo öllum fyrri syndum á bug sem rógi, er runninn væri undan rifjum pólitískra andstæðinga. Tímasetningin er eðlileg í því ljósi, að Arnarsson og Hörvar munu líklega taka við fjármálum Reykjavíkur innan nokkurra mánaða. Það eina sem vekur athygli við tímasetninguna er sú staðreynd, að fjölmiðlar hafa þagað um málið mánuðum saman, þrátt fyrir að öll málsatvik væri að finna í opinberum skjölum sem fjölmiðlar hafa aðgang að.

Ekki kæmi á óvart þó að Reykvíkingar fylktu sér um þá Hrannar og Helga í kjölfar þessara upplýsinga um fortíð þeirra. Þótt í ljós hafi komið að félagarnir eru í besta falli siðlausir og samviskulausir braskarar, mun það einungis auka á persónufylgi þerra. Íslendingar eru einstaklegar skilningsríkir á breyskleika manna og reiðubúnir að veita jafnvel siðlausustu mönnum æðstu embætti lýðveldisins…

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.