Gamli Bláskjár allur

Frank Sinatra, sá mikli höfðingi, er fallinn frá. Óhætt er að fullyrða að Frank, eða Bláskjár, eins og hann mun stundum hafa verið kallaður, þótt hann hefði sjálfur varla svarað því kalli, hafi verið einn af mestu skemmtikröftum 20. aldarinnar.

Frank Sinatra, sá mikli höfðingi, er fallinn frá. Óhætt er að fullyrða að Frank, eða Bláskjár, eins og hann mun stundum hafa verið kallaður, þótt hann hefði sjálfur varla svarað því kalli, hafi verið einn af mestu skemmtikröftum 20. aldarinnar.

En hann var meira en söngvari. Sinatra var töffari af guðs náð; sjarmör og kvennamaður fram í fingurgóma, en laus við allan flagarabrag. Hann var vinur a.m.k. tveggja forseta og helstu glæpaforingja Bandaríkjanna.

Ævi Sinatra er samofin samtímasögu okkar og óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur, sem kominn er til vits og ára, hefur einhvern tímann á ævinni raulað með undir dásamlegum söng Sinatra, hvort sem það var My way eða New York. Ef Frank hefði verið í MR, hefði örugglega verið búið til nýtt embætti fyrir hann; töffari scholae…

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.