Hverjum er góðærið að þakka?

Í fréttum Stöðvar 2 fimmtudagskvöldið 10. janúar sl. fullyrtu forystumenn stjórnarandstöðunnar að góðærið væri ekki Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, að þakka. Rannveig Guðmundsdóttir sagði t.a.m. að forsætisráðherra réði ekki fiskgengd. Nokkuð merkileg uppgötvun hjá Rannveigu og verða jafnvel áköfustu stuðningsmenn Davíðs að viðurkenna þessi takmörk á hæfileikum hans.

Í fréttum Stöðvar 2 fimmtudagskvöldið 10. janúar sl. fullyrtu forystumenn stjórnarandstöðunnar að góðærið væri ekki Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, að þakka. Rannveig Guðmundsdóttir sagði t.a.m. að forsætisráðherra réði ekki fiskgengd. Nokkuð merkileg uppgötvun hjá Rannveigu og verða jafnvel áköfustu stuðningsmenn Davíðs að viðurkenna þessi takmörk á hæfileikum hans.

Það er hins vegar hárrétt hjá forystumönnum stjórnarandstöðunnar að góðærið er ekki Davíð Oddssyni að þakka. Góðærið er nefnilega einstaklingunum sem mynda þjóðfélagið að þakka. Grundvallarmunur er á afstöðu vinstri og hægri manna til þess hvernig stjórna skuli. Vinstristefnan er byggð á því að ríkisvaldið sjái um að þjóðfélagið gangi og stjórnmálamenn séu helst með öll málefni einstaklinga á sínum höndum. Hægristefnan byggist hins vegar á því að einstaklingarnir sjálfir séu hið dýnamíska afl sem knýr þjóðfélagið áfram, fái þeir til þess frið frá ríkisvaldinu.

Þess vegna er góðærið ekki Davíð Oddssyni að þakka. Það er hins vegar guðs þakkarvert að Davíð Oddsson, sem forsætisráðherra, aðhyllist stjórnarstefnu sem gefur einstaklingum tækifæri til góðra verka. Góðærið er sprottið af þeirri stefnu.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.