Vandlæti verkalýðsleiðtoga

Úrskurður Kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríkisins hefur vakið nokkur viðbrögð og er honum ýmist fagnað eða bölvað. Fagnaðarlætin hafa þó verið kaldhæðin en bölvunarorðin innileg.

Úrskurður Kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríkisins hefur vakið nokkur viðbrögð og er honum ýmist fagnað eða bölvað. Fagnaðarlætin hafa þó verið kaldhæðin en bölvunarorðin innileg. Ekki verður hjá því komist að telja hækkun þingfararkaups mjög verulega og er hún nokkuð umfram hækkun launa á almennum vinnumarkaði. En upphrópanir verkalýðsforingja og ýmissa æsingamanna mega ekki villa fólki sýn í þessum efnum.

Eftir hækkunina er kaupa alþingismanna tæpar 300 þúsund krónur á mánuði. Það þykir ekki ýkja mikið á almennum vinnumarkaði og óhætt er að fullyrða að laun stjórnenda og yfirmanna í flestum fyrirtækjum eru nokkuð hærri. Ef menn eru fullyrða að hækkunin sé út í bláinn verða þeir einnig að horfast í auga við óhjákvæmilega fylgifiska lágra launa þingmanna.

Ætli verkalýðsforystunni liði betur ef einungis sætu á Alþingi stóreignamenn sem lifað gætu af fjármagnstekjum og hæfari einstaklingar leituðu í önnur störf af fjárhagsástæðum. Þá er einnig athyglisvert að velta fyrir sér launum alþingismanna í samburði við laun forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sérstaklega í ljósi þess að annar hópurinn starfar í umboði allrar þjóðinngar en hinn í umboði afmarkaðra samtaka.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.