Radíó Deiglan 1907 – Keppnisferð

Þórlindur Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson, Deiglupennar og íþróttabókahöfundar, fóru til Minneapolis í stífa keppnisferð. Þeir bjuggu við þröngan kost í iðnaðarhverfi í nístandi kulda, en létu það ekki á sig fá og mættu á tvo körfuboltaleiki og þrjá hafnaboltaleiki—auk þess að taka upp hlaðvarpsþátt.