Höfuðsyndirnar sjö: Ofátið

Einu mennirnir með viti halda áfram að leggja þjóðinni lífsreglurnar í umfjöllun sinni um höfuðsyndirnar sjö. Að þessu sinni er hlustendum boðið upp á að fá fylli sína – og rúmlega það – af umfjöllun um ofát. Þeir og ausa einnig úr brunni takmarkaðrar þekkingar sinnar á ofdrykkju – og bjóða þar að auki upp á algjörlega ókeypis næringarfræðiráðgjöf, þótt þeir sem henni fylgja muni sanarlega komast að því að hádegisverðurinn er langt í frá að vera ókeypis.

Einu mennirnir með viti skrifar

Hlaðvarp Deiglunnar