Íþróttafréttir án íþrótta meika víst sens

Það er vinsælt að gera grín að íþróttafréttum nú um stundir. Íþróttafréttir hafa nefnilega haldið sjó þrátt fyrir að engar séu íþróttirnar. Þetta finnst mörgum vera mótsögn.

En þetta opinberar bara það sem allir vita. Íþróttir eru raunveruleikasjónvarp. Sápuópera með reglulegum stórviðburðum og hálftilbúinni dramatík. Tilfinningar, deilur og örlög keppenda eru mörgum ekki síður mikilvæg heldur en hvaða lið skorar fleiri körfur eða hver hleypur hundrað metrana hraðast.

Þeir sem horfðu á sápur forðum daga vita að þar persónurnar oft stærri en leikararnir sem leika þær. Reglulega birtust stuttar tilkynningar um að heimilislæknirinn yrði nú leikinn af einhverjum allt öðrum leikara, og þannig væri það nú bara. Svipað er þetta í íþróttum, íþróttafólkið labbar út af vellinum í seinasta leik, en það kemur alltaf einhver í þeirra stað. Það verða alltaf undrabörn, dugnaðarforkar, glaumgosar, erkifjendur, spilafíklar, menn að stíga upp úr öskunni, menn að snúa heim, fallandi stjörnur í lélegum hálaunadeilum og svo framvegis.

Allt þetta er mjög forvitnilegt óháð því hvort einhver sé í raun og veru að keppa. Ég játa að ég horfi síður minna á íþróttafréttir nú þegar engar eru íþróttirnar. Örugglega meira, ef eitthvað er. Og er varla sá eini. Ég þakka öllum heimsins íþróttafréttamönnum fyrir að skrásetja þessa merku sögu fyrir okkur. Grínlaust. Hennar verður minnst lengur heldur en margs annars sem nú er í gangi.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.