Íhaldsami úrbanistinn

Innviðir eru eitt óumdeildasta orð íslenskunnar. Í heimi þar sem fjöldi mála eru flókin, margvíð og vekja heitar tilfinningar þá er oft gott að hlaupa í hlýjan faðm innviða þar sem allir eru sammála um að inniviðir séu góðir og það sé alltaf góð hugmynd að byggja mikið af innviðum. Meiri innviðir = betra líf.

Fyrir manneskju sem kemur ný, en áhugasöm að sveitastjórnarmálum þá gæti við fyrstu sýn verið einfalt að skipta skoðunum upp í tvo flokka: íhaldssemi og borgarfræði.

Helstu einkenni íhaldssemi eru áherslan á gott gatnakerfi og hlutverk sveitafélaga að útvega nýja byggingarreiti í jaðri byggðar á meðan borgarfræði (e. urbanism) leggur áherslu á uppbyggingu á fjölbreyttu samgöngukerfi og að byggja upp innan byggðar frekar en á jaðri hennar.

Það væri þegar fyrrnefnd manneskja rekst á skrif Minnesotabúans Charles Mahron sem málin fara að flækjast. Mahron er Repúblikani, menntaður samgönguverkfræðingur sem hóf feril sinn sem traustur talsmaður íhaldsseminnar.

Það var svo þegar Mahron vann að úttekt á hraðbraut sem átti að fara í gegnum smábæinn Pequot Lakes að hann rakst á undarlega staðreynd. Þegar hann reyndi að reikna út arðsemi framkvæmdarinnar með því að reikna vænta aukningu í skatttekjum þá tókst honum ekki að fá jákvæða tölu úr neinni sviðsmynd nema einni, þar sem lágmarksfjármagni var veitt til  tengibrautar í jaðri bæjarins. Þetta dró hann að aftur að reiknivélinni þar sem hann fór að velta nánar fyrir sér eðli innviða.

Innviðir eru eitt óumdeildasta orð íslenskunnar. Í heimi þar sem fjöldi mála eru flókin, margvíð og vekja heitar tilfinningar þá er oft gott að hlaupa í hlýjan faðm innviða þar sem allir eru sammála um að inniviðir séu góðir og það sé alltaf góð hugmynd að byggja mikið af innviðum. Meiri innviðir = betra líf.

Mahron hafði einfaldari, íhaldssamari sýn á þessa hugmynd. Í hans huga voru innviðir fjáröflunartæki. Ef þeir sköpuðu meiri tekjur en þeir kostuðu þá voru þeir „skilvirkir“ innviðir, ef þeir skiluðu minni tekjum en þeir kostuðu þá voru þeir einfaldlega útgjöld, bæði í dag og til framtíðar þar sem nýir innviðir bera með sér viðhald til framtíðar.

Eftir því sem Mahron skoðaði málið betur þá fjölgaði sífellt dæmunum um óskilvirka innviðauppbyggingu þar sem tekjur verkefnisins dugðu ekki fyrir útgjöldunum.

Þegar Mahron skoðaði stofnkostnað innviða við götuna sína, einbýlahúsagötu í jaðri byggðar, komst hann að þeirri niðurstöðu að íbúar götunnar væru 37 ár að greiða fyrir innviðina með fasteignagjöldum. Dæmið gengur ekki upp þar sem innviðirnir endast ekki í svo langan tíma í fullkomnu ástandi.

Niðurstaða hans var sú að til þess að fjármagna viðhald gatna þá notuðu sveitafélög fasteignagjöld af næstu götu, og svo þar næstu og treystu á að sífellt myndu nýjar götu bætast við. Þetta viðskiptamódel, að treysta stöðugt á nýjar tekjur til þess að greiða útgjöld, þótti Charles minna sig fullmikið á nafna sinn Ponzi.

Helstu niðurstöður Mahron má lesa um í bók hans Strong Towns sem er frábært innlegg í umræðuna um borgarþróun þar sem áhersla hans á þéttingu byggðar er byggð á fjárhagslegri íhaldssemi frekar en fagurfræði eða umhverfisvernd.

Bókin sýnir glögglega að þegar kemur að innviðum þar sem allur kostnaður yfir líftíma verkefnis er tekinn saman getur mynd sem virkaði áður einföld, orðið ansi flókin.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.