Svarið við áskorunum framtíðarinnar en ekki lausnin á vanda nútímans

Nú þegar við erum í auga stormsins og við blasir áframhaldandi samdráttarskeið sem hófst með látum fyrir örfáum vikum í kjölfar COVID er fólki tíðrætt um það sem tekur við og mun koma efnahagi landsins á réttan kjöl. Á Íslandi njótum við sem hér búum náttúruauðlinda sem okkur hefur tekist að nýta á arðbæran og […]

I can’t breathe

Mótmæli hafa staðið yfir í sex daga víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar þess að George Floyd lést eftir aðgerðir og ofbeldi lögreglu þann 25. maí. Á myndskeiði af atburðarásinni má sjá lögreglumann sitja ofan á George, þar sem  hann liggur handjárnaður á grúfu í götunni. Þar sést skýrt hvernig lögreglumaðurinn þrýstir hnénu á hnakka George. […]

Hvítasunna 2020

Hector prins, sonur konungsins í Trjóu var í andlegu kófi þegar hann fullyrti að það yrði áreiðanlega ekkert Trjóustríð. Það stóð reyndar í tíu ár og Hector lét lífið í einvígi við hinn gríska höfðingja Akkiles.  Það hefur löngum verið erfitt að spá um framtíðina. Þrátt fyrir öll reiknilíkön og exelskjöl. Þrátt fyrir vit og […]

Allir þessir dagar sem komu og fóru

Afþreying er merkilegt orð. Það er notað um það sem fólk gerir sér til skemmtunar. Afþreyingin er á köflum þannig að við þurfum afþreytingu frá afþreyingunni, til dæmis geta sumir íþróttaviðburðir hreinlega ekki farið fram án þess að þar sé jafnframt boðið upp á skemmtiatriði. Í okkar samfélagi, hér og nú, heitir þetta að slaka og njóta.

Gallinn við stuðningslánin

Við getum lært margt af bankahruninu og krísunni sem fylgdi í kjölfarið. Einn lærdómur er sá að tíminn er dýrmætur. Bið í óvissuástandi er mögulega versti óvinur rekstraraðila. Nú bíða stjórnendur fyrirtækja eftir að stuðningslán með ríkisábyrgð komist á koppinn, svo hægt sé að fá fé til rekstursins til að mætatekjutapi síðustu og næstu mánaða. […]

Afturhvarf til fortíðar

Sú var tíðin að stjórnmálamenn stýrðu, á einn eða annan hátt, nánast allri fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Blessunarlega tilheyrir slík afskiptasemi fortíðinni og telst íslenskt fjölmiðlaumhverfi nú vera nokkuð gott og með því frjálsara í heiminum. Það er ekki síst að þakka tilkomu svokallaðra upplýsingalaga. Skrautfjaðrir fortíðar Árið 1996 mælti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir frumvarpi […]

Höldum í horfinu

Varfærinn fögnuður um áfangasigur gegn kórónaveirunni situr ennþá í skugga þess að mörgum líður ennþá illa. Fólk óttast að lítið megi út af bregða, þá fari allur árangurinn fyrir gýg. Líðanin er svolítið eins og hjá manneskju sem er nýbúin að taka til á heimilinu, þrífa allt hátt og lágt, koma öllu í skínandi og […]

Fjölmiðlar á forræði ríkisins

Það blasir við hverjum manni að rekstur fjölmiðla er erfiður. Blaðaútgáfa berst í bökkum alls staðar í heiminum og Ísland er engin undantekning. Fjölmiðlar eru mikilvægir og þess vegna er þessi þróun áhyggjuefni. Hér á landi stendur til að bregðast við með opinberum styrkjum til fjölmiðla sem þurfa þá að uppfylla tiltekin skilyrði. Um er […]

Covid-bólurnar

Í dag 25 maí, voru stór skref stigin í Covid-19 faraldrinum á Íslandi þar sem neyðarstigi almannavarna var aflétt, hámarksfjöldi mannamóta hækkaði úr 50 í 200, líkamsræktarstöðvar opnuðu og tveggja metra reglan varð valkvæð. Fyrsta Covid-19  tilvikið á Íslandi var greint 28. febrúar og samkomubanni var komið á þann 15. mars.  Búið er að gefa það […]

Hækkaðu hnakkinn

Í fjölbýlishúsinu þar sem fyrsta íbúðin mín var bjó aðallega eldra fólk (60 plús). Húsið hafði upphaflega verið hugsað sem sérstakt húsnæði fyrir þennan aldurshóp, en horfið var frá þeim fyrirætlunum. Íbúasamsetningin hélst þó að mestu á þessu bili og við hjónaleysin þáverandi stungum því örlítið í stúf á húsfélagsfundum.  Augljós kostur við að búa […]

Hraðamyndavélar á hjólastígum og aðrar vondar hugmyndir

Við hjólum yfir Wörtu-á og niður í miðbæ Poznań. Leiðin liggur eftir sérmerktum og aðgreindum stígum allt fram að Bernardínatorginu (p. Plac Bernardyński), rétt áður en komið er að Chopin-garðinum á hægri hönd. Ég geri ekki ráð fyrir að allir lesendur Deiglunnar gjörþekki svæðið í kringum Chopin-garðinn í Poznań svo við skulum skoða kort. Hluti […]

Samfélagslega lögleg fyrirtæki

Þegar upp koma krísur þarf að bregðast hratt og örugglega við. Í slíkum aðstæðum er auðvelt – og fullkomlega réttlætanlegt – að gera mistök. Þess vegna eiga það ekki að vera mistökin sem menn eru mældir af, heldur hvernig þeir bregðast við þeim. Við höfum fram að þessu getað gengið að því vísu að sólin […]

Hlutabótareiðin

Ef þjóðvegurinn yrði færður þannig að hann lægi ekki lengur framhjá Staðarskála er viðbúið að breytingar yrðu á rekstri verslunarinnar þar. Umferðin lægi ekki framhjá lengur og pulsustopp hjá buguðum fjölskyldum á leiðinni í útilegu eða túristum á hvítum Dacia bílum myndu hætta. Fyrirtækið sem rekur sjoppuna myndi því að óbreyttu sjá fram á mikið […]

Biðstaða eða aðlögun

Áfallið vegna efnahagslegra afleiðinga alheimsfaraldursins er ægilegt. Um allan heim hafa stjórnvöld þurfa að horfast í augu við vissuna um alvarleika áfallsins en einnig óvissuna um hið endanlega umfang. Það getur brugðið til beggja vona og ómögulegt að vita í dag hverjar eru bestu leiðirnar til þess að lágmarka skaðann. Stærstu aðgerðirnar sem gripið hefur […]

Refsing og réttlæti

Síðustu daga hefur ýmislegt verið rættt og ritað í tilefni af því að dómfelldur einstaklingur hefur mætt mótlæti eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi, þar sem hann afplánaði dóm fyrir að hafa orðið mönnum að bana. Í þessari umræðu gætir þesss misskilnings að sá sem lokið hefur afplánun refsingar sé þar með kvitt […]

Auglýsingar eru ekki styrkir, heldur þjónusta

Auglýsingar eru ekki styrkir. Markmið með auglýsingu er ekki að tryggja útgáfu blaðs eða tímarits. Markmið með auglýsingu er ekki að skaffa auglýsingastofum verkefni. Þetta geta verið jákvæð hliðaráhrif auglýsinga en eina markmið auglýsingar er að vekja athygli einhvers á einhverju. Því fleiri sem sjá auglýsinguna í markhópnum þeim mun betri er auglýsingin. Gagnrýni á […]

Hoppandi beljur að vori

Það er fallegt um að litast í Reykjavík þessa dagana. Þegar sólargeislarnir baða borgarbúa og þá fáu veitingastaði sem opnir eru má sjá að allir einhvern vegin með einlægara bros á vörum en áður. Þakklátt bros.  Eitt af því sem litar borgina með fallegum litum eru rafmagnshlaupahjólin sem eru frábær kostur fyrir þá sem vilja […]

Þá allra mýkstu hlekki

Þeir eru mýmargir alþjóðlegu baráttudagarnir en þýðing þeirra og gildi er æði mismunandi. Á morgun, sunnudaginn 17. maí, er alþjóðlegur baráttudagur sem þungur er á vogarskálunum í samanburði við kollega sína en dagurinn er tileinkaður baráttu gegn hómófóbíu. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, hélt fyrr á þessu ári ræðu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem […]

Reykingar og ritskoðun

Þungir og erfiðir atburðir í tengslum við Covid19 hafa sligað þjóðmálaumræðuna undanfarið og því er næstum kærkomið að fá þrætuepli af gamla skólanum aftur á dagskrá. Ég er að sjálfsögðu að tala um Bubba og sígarettuna. Sennilega óvart besta auglýsing sem leiksýningin sem ekki er hægt að sýna gat fengið. Allt þetta mál rifjaði upp […]

Óformlegir hagsmunahópar

Hagsmunahópar búa yfir misjöfnum styrk og stærð. Sumir eru stórir og sterkir eins og til dæmis SFS og SA; eiga fullt af pening og góðu fólki í vinnu við að sinna hagsmunamálum sinna félaga. Á hinum endanum eru óformlegirhagsmunahópar þar sem enginn vinnur og engir eru peningarnir. Jafnvel eru sumir svo óformlegir að þeir eru ekki til nema í hugum þeirra sem þeim tilheyra. Hér má til dæmis […]