Ekkert Evrópuland tafið faraldurinn betur en Ísland

Þegar þetta er skrifað hefur Covid-19 faraldurinn borist til flestra ríkja heims. Á þessu stigi í faraldrinum fjölgar smitum með veldisvexti sem sem getur verið mjög uggvænlegt. Smitum fjölgar dag frá degi og smitum fjölgar líka meira dag frá degi. Málið er eiginlega líka að á ákveðnu bili virkar veldisvöxtur eiginlega svipað hrikalega óháð því hve mikill hann er.

Þegar þetta er skrifað hefur Covid-19 faraldurinn borist til flestra ríkja heims. Á þessu stigi í faraldrinum fjölgar smitum með veldisvexti sem sem getur verið mjög uggvænlegt. Smitum fjölgar dag frá degi og smitum fjölgar líka meira dag frá degi.

Málið er eiginlega líka að á ákveðnu bili virkar veldisvöxtur eiginlega svipað hrikalega óháð því hve mikill hann er.

Tökum tvær myndir:

Báðar myndir líta auðvitað hræðilega út. Þær sýna eitthvað sem er að aukast hraðar og hraðar og er örugglega að fara að aukast enn þá meira.

Efri myndin sýnir 15% vöxt (á einhverju) yfir 31 daga tímabil. Neðri myndin sýnir 25% vöxt. En þótt myndirnar líti svipað út hlið við hlið er gríðarlegur munur á útkomunni sem þær sýna. Ef við látum báðar byrja í 100 þá þýðir 15% vöxtur tæplega 7 þúsund eftir 30 daga en 25% þýðir 80 þúsund.

Enda sést það vel ef báðir ferlarnir eru sýndir á einu grafi:

Út frá tölunum sem liggja fyrir má segja að þessir ferlar hermi eftir framgangi faraldursins, annars vegar á Íslandi (16,1%) og hins vegar á Ítalíu (24,5%).

Ég hef tekið saman hve hraður daglegur meðalvöxtur smitaðra hefur verið í helstu löndum heims. Ég bætti til samanburðar vextinum í Kína áður en menn náðu tökum á veldisvextinum þar.

Eins og sjá má hefur, þegar þetta er skrifað þann 21. mars 2020, engu evrópsku ríki tekist betur að hefta framgang sjúkdómsins heldur en Íslandi. Ef vöxturinn á Ítalíu væri sá sami og hann er á Íslandi væru nú 7 þúsund smitaðir þar í landi en ekki 47 þúsund.

LandFjöldi á degi með 100. smitFjöldi 20. marsDagar frá 100. smitiDaglegur meðalvöxtur
Hong Kong100273195,4%
Singapúr102385206,9%
Japan1051007288,4%
Ísland1064731016,1%
Suður-Kórea11187992916,3%
Danmörk26212551017,0%
Kína (22.1 -22.2)571769363117,1%
Grikkland117495819,8%
Svíþjóð13716391321,0%
Finnland109503821,1%
Noregur12719951421,7%
Malasía11711831123,4%
Íran139206102324,3%
Ítalía157470212624,5%
Ástralía11610681024,9%
Holland12829941425,3%
Bretland11639831526,6%
Pólland104439627,1%
Frakkland100126122027,4%
Kanada1101087929,0%
Þýskaland130200461930,4%
Sviss10256151530,6%
Indónesía117450530,9%
Austurríki10426951231,2%
Spánn120215711931,4%
Írland129683632,0%
Bandaríkin100197741834,1%
Brasilía151977636,5%
Portúgal1121020737,1%

Það er auðvitað ekki þar með sagt að við (eða aðrir) getum ekki gert betur en eðli málsins samkvæmt eigum við frekar að læra af reynslu þeirra sem eru að ná betri tökum á ástandinu heldur en þeirra sem eru í fréttum vegna þess að staðan er komin úr böndunum.

Í því samhengi má auðvitað nefna að áhersla á sýnatöku, rakningu hvers einasta smits, sóttkví og einangranir hefur sýnst virka. Sú stundum grimma ákvörðun útiloka bein samskipti við viðkvæma hópa, til dæmis eldra fólk, er miklu skynsamlegri heldur en þegar reynt er að loka af heilum landsvæðum fyrir veirunni.

Þó svo að næstu dagar eigi án efa eftir að vera erfiðir, og reyna á okkur öll, og þótt hugsanlega verður ákveðið að grípa til frekari erfiðra aðgerða til að hægja á framgangi faraldursins þá sýnist manni af fyrstu dögum og fyrstu tölum að fleiri ríki hafa ástæðu til að vilja vera í okkar stöðu, frekar en hitt.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.