Afstæðar og óbærilegar raunir

Ég fæ nú reglulega úthlutað pistlaplássi á því vandaða vefriti, Deiglunni, án þess að hafa beðið sérstaklega um það. Ritstjórinn er vinur minn og líklega finnst honum ég eitthvað hafa til málanna að leggja.

Ég fæ nú reglulega úthlutað pistlaplássi á því vandaða vefriti, Deiglunni, án þess að hafa beðið sérstaklega um það. Ritstjórinn er vinur minn og líklega finnst honum ég eitthvað hafa til málanna að leggja.

Þó ég sé öðrum þræði pirruð út í hann fyrir að koma mér í þessa stöðu þá reyni ég að standa mig. Bæði af því ég vil auðvitað alls ekki fá „fúsk-stig“  fyrir pistlafall heldur veit ég líka að þegar maður pínir sig til móta hugsun og stinga niður penna getur það losað um á heilandi hátt. Svolítið eins og að drífa sig í ræktina, þótt maður finni ekki knýjandi þörf til þess líður manni svo miklu betur á eftir. Glíman við sjálfið.

Þær eru fleiri glímurnar. Ekki síst í Covid-tíð þegar allt skipulag og rammar sem maður hengir sig og fjölskyldu sína á, til að halda takti, sönsum og sjálfum sér ofanvatns, fara út um þúfur. 

Í gær stóð ég mig að því að kveina um yfirvofandi hertar aðgerðir vegna Covid við æskuvinkonur mínar, sem eru m.a. búsettar í Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku. Ég fattaði það í miðju ranti, að ég var ekki tengja inn á þá lind samúðar og skilnings sem ég var að leitast eftir, enda hafa þær allar búið við meiri takmarkanir og óvissu undanfarin misseri en ég. Ég sneri mér því snarlega að öðrum vinkonum sem deila mínum dálítið dekraða íslenska reynsluheimi. Við valideruðum tilfinningar hver annarrar og ákváðum að setja undir okkur höfuðið og mögulega fara í vínbúðina.

Og þetta finnst mér vera andlega glíman í Covid. Að kanna og melta tilfinningar sínar gagnvart nýjum aðstæðum, takmörkunum, breyttri heimsmynd og óvissu og leyfa sér þær – en reyna líka að leggja sig og upplifun sína á einhverja alheimsmælistiku í tíma og rúmi og gera þannig tilraun til að ramma inn hvað manni finnast vera óbærilegar raunir og hvað er það alls ekki. Niðurstaðan í dag? 

Það er afstætt. Mjööööög afstætt.

Latest posts by Ásdís Rósa Þórðardóttir (see all)

Ásdís Rósa Þórðardóttir skrifar

Ásdís Rósa hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2003.