HRæðsla við HR

Nýverið var ákveðið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands. Til stendur að kennara- og verkfræðinám hefjist þar strax næsta haust. Ótrúlegt en satt þá eru ekki allir sem „fagna samkeppninni“ líkt og vinsælt er orðið segja.

Nýverið var ákveðið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands. Til stendur að kennara- og verkfræðinám hefjist þar strax næsta haust. Ótrúlegt en satt þá eru ekki allir sem „fagna samkeppninni“ líkt og vinsælt er orðið segja.

Sama hve mikið menn kvarta undan námi í ríkisreknu skólunum dags daglega virðist svo þegar bæta við á nýjum valkostum í menntakerfinum kemur í ljós að sumir vilja hvergi hnika frá því sem fyrir er. Nýja námið er þá annaðhvort of létt, of stutt, of hagnýtt eða snýst of mikið um peninga.

Þrátt fyrir að sú ákvörðun HR-THÍ um að hefja kennslu í verkfræði ætti að gleðja flesta áhugamenn um fjölbreytt verkfræðinám hefur raunin orðið önnur. Meðal annars hefur Valdimar K. Jónsson lýst yfir

efasemdum
sínun á heimasíðu Háskólans. Þá hélt Röskva einnig, málfund um málið nýlega og má lesa um hann á heimasíðu félagsins. Þar segir meðal annars:

… Nú þegar samnýta verkfræðideild og raunvísindadeild þá prófessora sem geta kennt eðlisfræði og stærðfræði og því ekki ljóst hverjir eiga kenna við hina nýju deild. Einnig ríkir samkeppni milli verkfræðideildar og raunvísindadeildar um sterkust[u] nemendurna og þar sem hátt fall er í verkfræðideild er rétt að spyrja sig hverjir færu í hinn nýja skóla.

Sjálfur gat ég ekki mætt á þennan fund Röskvu, en ef sú þröngsýni brýst fram í lýsingunni er lýsandi fyrir það andrúmsloftið sem þar ríkti, má ég þakka fyrir að vera ekki á landinu.

Já, hver ætti svo sem að kenna við hinn nýja skóla? Ég ætla að kynna til sögurnar undursamlegan stað sem kallast „Útlönd“. Útlönd eru stór staður þar sem margt fólk býr. Fjölmargir þeirra hafa raunvísindamenntun. Meira að segja eru fjölmörg dæmi þess að Íslendingar með raunvísindamenntun hafi flutt til „Útlanda“, vegna þess að menntun þeirra nýttist ekki á Íslandi.

Jafnvel ef það er satt að aðeins 30 einstaklingar á Íslandi hafi burði til að kenna stærðfræði á Háskólastigi þá er skýringin ekki skortur á íslensku hæfileikafólki á því sviði heldur skortur á verkefnu fyrir íslenskt hæfileikafólk.

En hver á þá að læra verkfræði í þessum nýja skóla? Er einhver markaður fyrir fleiri verkfræðinga? Allavega virðist „markaðurinn“ sem meira og minna á HR vera á þeirri skoðun, enda eftirspurn eftir fólk með tækni-, verkfræði- og raunvísindamenntun mikil; og afnvel ef ekki reyndist þörf fyrir alla þessa þekkingu hér á landi er aldrei að vita nema einhverjir í áðurnefndum „Útlöndum“ hefðu eitthvað við hana að gera.

Að menn berjist fyrir því að sín menntastofnun fái meiri fjárframlög en einhver önnur get ég skilið. En að halda því fram að tilkoma nýs hámenntaðs vinnustaðar er sé afturför fyrir menntun í landinu er eins fáranlegt og að halda fram að Íslensk Erfðagreining skemmi fyrir vísindalegum rannsóknum í landinu – því allir fara bara að vinna þar og enginn verður eftir til að meta fiskistofnana og reikna út veðrið.

Fyrir menn sem hafa áhuga á að vinna fyrir sér í raungreinakennslu á háskólastigi, þýðir opnun kennara- og verkfræðideilda hugsanlega atvinnumöguleikar þeirra á Íslandi tvöfaldast. Þar sem ég tilheyri þeim hópi fagna ég þessu framtaki HR og undrast um leið fólk sem virðist gera allt sem það getur til að koma í veg fyrir að kennsla verði annað en láglaunastarf á vegum hins opinbera.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.