Uppsögn EES?

Hagfræðingurinn Ragnar Árnason hélt því nýlega fram í viðtali við Viðskiptiptablaðið að Íslendingar ættu að íhuga það sterklega að segja upp EES-samningnum. Rök hans fyrir því voru að við gætum hugsanlega plummað okkur án hans.

Hagfræðingurinn Ragnar Árnason hélt því nýlega fram í viðtali við Viðskiptiptablaðið að Íslendingar ættu að íhuga það sterklega að segja upp EES-samningnum. Rök hans fyrir því voru að við gætum hugsanlega plummað okkur án hans.

Vissulega eru til lönd, t.d. Ástralía, Kanada og Nýja-Sjáland, sem búa við ágætisvelmegun, án þess að vera aðilar að EES-samningnum. Þá hefur Sviss einnig að mestu sloppið við hungursneyðir og faraldra, þrátt fyrir að standa utan við hann. Staðreyndin er auðvitað sú að ríki á Vesturlöndum eru þannig stemmd nú um stundir að þau munu finna sér viðeigandi stjórnskipulegar ráðstafanir til að gera flutninga fólks og peninga auðveldari.

Það er einfaldlega krafa borgara þeirra ríkja.

Það er staðreynd EES-samningurinn hefur reynst okkur Íslendingum vel. Að segja upp alþjóðasamningi er ekki eins og að segja upp tímariti. Við þyrfti að taka langt og strangt ferli þar sem samið yrði upp á nýtt. Um hvað? Frjálst flæði fólks og fjármagns? Aftur? Hver tryggingin fyrir því að þeir samningar yrðu betri?

„If it ain’t broken, don’t fix it,“ eins og segir á útlensku.

Eða á nú að fara spegla vitleysunni yfir á hina hliðina? Sumir vilja fara í ESB-viðræður til að tékka á stemmningunni hinum megin við borðið. Eigum við þá í staðinn að segja upp EES samningnum, til að „tékka á hvað gerist“?

EES-samningurinn veitir Íslendingum frelsi til að búa og vinna í öðrum Evrópuríkjum. Það er réttur sem mikilvægt er að standa um og yrði án efa reynt að gera þótt EES-samningurinn hyrfi. Hins vegar óttast ég að í slíkum tvíhliða viðræðum færu menn að setja inn einhverjar kröfur um viðbótarhömlur á flutninga fólks til Íslands, með vísan til „sérstöðunnar“ margumræddu.

Það er nefnilega mikilvægt að menn fái ekki allt of bjagaða mynd af sjálfum sér. Ísland er ekki lítið frjálshyggjuríki sem sífellt býður stóra skrifstofubákninu birginn. Íslendingar læstu eins og skot landamærum sínum fyrir íbúum nýrra aðildaríkja ESB. Landbúnaðarkerfið íslenska er alveg jafn steinúrelt og það evrópska og svo framvegis.

Vissulega væri bara best ef að Íslendingar afnæmu einhliða alla tolla og hömlur á flutninga fólks og vara til og frá landinu. En það mun bara aldrei gerast. Þess vegna eigum við að halda í EES-samninginn þar sem hann virkar fínt og er sanngjarn. Hver veit svo hvaða vitleysum og undanþágum ráðamönnum tækist að troða inn í nýjan samning á þeim áratug sem tæki að semja hann.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.