Viðsnúningar

Orð eru ofmetin. Orð eru bara hljóð sem við gefum frá okkur til að tákna ákveðin hugtök. Ég hef með tímanum æ minni þolinmæði fyrir mönnum sem halda því fram að þeir viti hvernig virðing hugtaka stýrist af kyni viðkomandi nafnorðs eða segja að skortur á íslenskri þýðingu á orðinu „identity“ skýrist af því að við erum svo fá að aldrei þarf að velta vöngum yfir hver viðkomandi sé.

Orð eru ofmetin. Orð eru bara hljóð sem við gefum frá okkur til að tákna ákveðin hugtök. Ég hef með tímanum æ minni þolinmæði fyrir mönnum sem af kyni viðkomandi nafnorðs eða segja að skortur á íslenskri þýðingu á orðinu „identity“ skýrist af því að við erum svo fá að aldrei þarf að velta vöngum yfir hver viðkomandi sé.

Ég skil ekki að menn skyldu sökkva sér inn í einhverjar orðmyndir og uppbyggingu setninga til að komast að einhverjum niðurstöðum sem eru svo hæpnar að jafnvel talnaspekingur mundi segja: „Nei, bíddu nú hægur, vinur!“

Sömuleiðis ofmeta menn vald og mátt orðanna. Orðið „innflytjandi“ er neikvætt, notum „nýbúi“ í staðinn. Síðan „nýr Íslendingur“ og svo koll af kolli. Helst eitthvað fimm orða óþjálft hugtakasafn sem erfitt er að koma fyrir í slagorði og fátt rímar við.

Einu sinni var talað um fávita. Síðan voru þeir kallaðir vangefnir, síðan þroskaheftir. Það virðist litlum máli skipta hve mörg nýyrði menn smíða á þennan hóp, alltaf munu sjoppustúlkur með tyggjó geta gert hann að níðyrði.

„Díses! Ert’ eitthva’ vængefin?“

Samtök ungra Gyðinga í Varsjá gáfu fyrir nokkrum árum út rit sem hét „Zydek“ (ísl: litli Júðinn). Þessi hugmynd lýsir svolítið annari hugmynd í orðapólitík. Ístað þess að fordæma notkun orðs voru vopn slegin úr höndum níðinga og orðið gert að „sínu“.

Fyrir nokkrum árum þótti hommi ljótt orð. Í dag þykir ekki lengur tiltökumál að vera kallaður slíkur. Hefði verið betra ef menn hefðu haldið að skálda ný orð? Gauragaurar? Mannamenn? Viðsnúningar?

Nú eru liðinn sex ár síðan síðan ég hélt kosningabaráttu til embættis hringjara Menntaskólans í Reykjavík undir slagorðinu „Slavann í skítverkin!“ Líklegast væri það stórfelld sögufölsun að halda því fram að miklar málpólitískar ástæður hafi þar legið að baki. Fyrst og fremst var ég að reyna að vera fyndinn og vinna kosningarnar. Sem tókst.

Spurning um að endurnýta þetta einhvern tímann.

„Pawel Bartoszek hefur gefið kost á sér til embættis Forseta Íslands. Við viljum alvöru sameiningartákn og mann sem Íslendingar geta treyst. Pawel á Bessastaði! Kjósum Slavann í Skítverkin!“

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.